Skip to main content

Job opportunities

Isavia operates and evolves Keflavik Airport, one of Iceland's largest and most dynamic workplaces. Here, Icelanders begin journeys to new adventures, and international guests commence their Icelandic experience or continue exploring the world. Keflavik Airport, or KEF, is a bustling community with extensive activities. We all collaborate to ensure a unique experience for our customers, passengers, and the airlines that pass through our airport. We are meticulous in our hiring processes and always maintain impartiality. Newcomers are warmly welcomed, ensuring they receive the necessary information, training, and resources to excel in their roles from day one.Our application forms are only available in Icelandic. For inquiries or assistance, please email us at radningar@isavia.is 

Isavia, as the parent company, proudly oversees a diverse group of subsidiaries, each with unique career opportunities. Our subsidiaries, including Isavia ANS, Isavia Innanlandsflugvellir, and Fríhöfnin, manage their own recruitment processes. We encourage interested applicants to also visit their individual websites for current job openings and to learn more about the exciting opportunities each offers.

JOBS

Sumarstarf 2024 - Farþegaakstur 

Við leitum að þjónustulunduðum og glaðlyndum einstaklingum til að sinna þjónustu við flugfélög, farþega, starfsfólk og aðra viðskiptafélaga okkar á Keflavíkurflugvelli. Óskað er eftir snyrtilegum einstaklingum sem hafa áhuga á að vinna í fyrirtæki þar sem umhverfi, öryggi og framúrskarandi þjónusta eru höfð að leiðarljósi. Um er að ræða bæði hluta- og heilsdagsstörf næstkomandi sumar.  

Gestir okkar og viðskiptafélagar eru bæði íslenskir og erlendir og því gerum við kröfu um góða tungumálafærni í öllum störfum. 

Sumarstörf á flugvallarsvæðinu eru bæði fjölbreytt og krefjandi en við kappkostum að veita starfsfólki gott vinnuumhverfi og góðan starfsanda. Við bjóðum upp á fyrsta flokks mötuneyti og allt starfsfólk fær aðgang að líkamsræktarstöðvum meðan það er í starfi hjá Isavia.  

Allir umsækjendur þurfa að standast bakgrunnsathugun lögreglu og framvísa hreinu sakarvottorði í lokaskrefi umsóknarferilsins. Þá þurfa þeir sem fá boð um starf að geta sótt undirbúningsnámskeið áður en þeir hefja störf og standast próf í lok námskeiðsins. Tímalengd námskeiða fer eftir eðli starfa. 

 

Þetta er umsókn um starf í farþegaakstri 

Starfsfólk í farþegaakstri á Keflavíkurflugvelli sinnir akstri með flugfarþega til og frá stæðum á Keflavíkurflugvelli. Önnur verkefni eru umhirða rútu og bíla ásamt öðrum tilfallandi verkefnum. Gerð er krafa um að umsækjendur hafi lokið meiraprófi D-réttindi fyrir farþegaakstur.  Í farþegaakstri er unnið samkvæmt 5-5-4 vaktakerfi á 12 tíma vöktum. 

Úrvinnsla umsókna mun hefjast um leið og þær berast og byrjað verður að ráða í störfin áður en umsóknarfrestur rennur út. Við hvetjum því áhugasama einstaklinga, án tillits til kyns og uppruna til að sækja um sem allra fyrst. 

Nánari upplýsingar um Isavia má finna hér á heimasíðu okkar. 

Frekari upplýsingar um störfin eða umsóknarferlið veita mannauðsráðgjafar Isavia á netfanginu [email protected] 

Sækja um

Við hjá Isavia erum reglulega að leita að glaðlyndum einstaklingum sem hafa áhuga á að taka þátt með okkur í að leiða flugvallarsamfélag sem eykur lífsgæði og velsæld á Íslandi.

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri. 

Óskað er eftir snyrtilegum einstaklingum sem hafa áhuga á að vinna í fyrirtæki þar sem umhverfi, öryggi og framúrskarandi þjónusta eru höfð að leiðarljósi. 

Gestir okkar og viðskiptafélagar eru bæði íslenskir og erlendir og því gerum við kröfu um góða tungumálafærni í öllum störfum. 

Starfsstöðvar okkar eru á Keflavíkurflugvelli, Hafnarfirði, Reykjavíkurflugvelli og á innanlandsflugvöllum um allt land.

Almenn umsókn um starf hjá Isavia kemur ekki í staðin fyrir umsókn um auglýst störf. Almennar umsóknir gilda út almanaksárið, ef þú hefur ekki heyrt frá okkur um áramót og ert enn að leita þér að starfi hvetjum við þig til að endurnýja umsókn þína.

Í samræmi við lög um þjóðskjalasafn er umsóknum eða upplýsingum um umsækjendur í kerfum Isavia ekki eytt.

Sækja um

Isavia leitar eftir öflugum og jákvæðum bifvéla- eða vélvirkja í teymi starfsfólks á vélaverkstæði fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. Vélaverkstæðið er staðsett í þjónustuhúsi Isavia á Eystra hlaði en starfsfólk þess sér um fjölda krefjandi og skemmtilegra verkefna í líflegu umhverfi.

Vélaverkstæði er hluti af Flugvallarþjónustu Keflavíkurflugvallar sem annast daglegan rekstur athafnasvæða flugvallarins. Um 100 einstaklingar starfa innan deilda flugvallarþjónustu þar af eru 11 starfsmenn á vélaverkstæði. Helstu verkefni vélaverkstæðis eru viðhald og viðgerðir á tækjakosti flugvallaþjónustu og farþegaaksturs. 

Um full starf er að ræða, unnið er í dagvinnu.

Helstu verkefni:

  • Viðgerðir, viðhald og eftirlit á bílum, vélum og tækjum flugvallarins.
  • Skráning í viðhaldsbækur.
  • Nýsmíði í málmi, rennismíð, suðuvinna og viðgerðir á gömlu efni.
  • Þátttaka í vetrar- og sumarvinnu flugvallarþjónustu eftir þörfum.
  • Önnur verkefni sem snúa að viðhaldi og rekstri flugvallarins.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Vinnuvélaréttindi eru kostur. 
  • Menntun í bifvélavirkjun eða annarri sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
  • Haldgóð reynsla í viðgerðum bíla, véla og stærri tækja. Reynsla af rafmagns-, glussa- og tölvukerfum í bílum og tækjum er kostur.
  • Góð tölvuþekking

Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri. 

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur er til og með 24. apríl 2024.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Kristján Karl Meekosha, verkstæðisformaður, [email protected] 

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Sækja um

Isavia Innanlandsflugvellir óskar eftir liðsfélögum á Norðfjarðarflugvöll í hlutastarf. Helstu verkefni eru veita flugmönnum upplýsingar úr flugturni og eftirlit með flugvellinum. Svo sem eftirlit og viðhald með flugvallarmannvirkjum og umsjón með snjóruðning og hálkuvörnum á flugbrautum. Viðkomandi þarf ljúka grunnnámi flugradíómanna (AFIS) og tekur þjálfunin u.þ.b. þrjá mánuði. 

Starfið er fjölbreytt og krefjandi í spennandi og skemmtilegu starfsumhverfi.  

Hæfniskröfur 

  • Stúdentspróf eða sambærileg menntun  

  • Bílpróf er skilyrði 

  • Góð almenn tölvukunnátta 

  • Lipurð í mannlegum samskiptum 

  • Góð íslensku- og enskukunnátta 

  • Gerð er krafa um gott heilsufar

  •  

Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Harðarson umdæmisstjóri, [email protected]
Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.   

Vegna kröfureglugerðar um flugvernd þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu og vera með hreint sakavottorð. 

Sækja um

Isavia leitast eftir að ráða drífandi og áhugasaman rekstrarstjóra fasteigna utan flugstöðvar í nýja deild Eignastýringar. Leitað er að einstaklingi sem er sjálfstæður í vinnubrögðum og hefur góða fagþekkingu á sviði bygginga og viðhalds.

Rekstrarstjóri fasteigna hefur yfirumsjón með rekstri og viðhaldi á fasteignum á flugvallarsvæði utan flugstöðvar ásamt bílastæðum, merkingum og lóð. Heldur utan um kostnað vegna fasteigna og þjónustusamninga er snúa að rekstri og viðhaldi. Rekstrarstjóri hefur jafnframt umsjón með skráningu eigna í eignastýringakerfi Isavia, gerð viðhalds- og kostnaðaráætlana sem og áreiðanleika- og líftímagreininga. Rekstrarstjóri sér til þess að ástand fasteigna sé skrásett og að rými séu í útleiguhæfu ástandi í samræmi við innri og ytri kröfur. Rekstarstjóri vinnur í nánu samstarfi við eignastjóra, viðskiptastjóra og notendur fasteigna sem og innri og ytri hagaðila.

Helstu verkefni:

  • Gerð áætlana um rekstur og viðhald eigna
  • Innleiðing viðhaldsáætlana og eftirfylgni með viðhaldi
  • Gerð kostnaðaráætlana
  • Innkaup vegna verkefna, kostnaðareftirlit og yfirferð reikninga
  • Skráningar í eignastýringakerfi Isavia
  • Þátttaka og rýni í uppbyggingar- og framkvæmdaverkefnum
  • Samskipti við ýmsa hagaðila, hönnuði, verktaka og birgja
  • Þátttaka í áhættumati eigna og mati á mildunaraðgerðum
  • Gerð og uppfærsla verklagsreglna og viðbragðsáætlana

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun í byggingariðnfræði, byggingarfræði, byggingartæknifræði eða -verkfræði eða sambærilegt
  • Sveinspróf í húsasmíði er kostur
  • Reynsla af rekstri eða hönnun bygginga er kostur
  • Góð ensku- og íslenskukunnátta
  • Góð tölvukunnátta
  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og jákveðni
  • Gild ökuréttindi eru skilyrði

Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli.

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri. 

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur er til og með 24. apríl 2024.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Kristín Erla Einarsdóttir, í gegnum netfangið [email protected]

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um. 

Sækja um

Isavia leitast eftir að ráða umbótasinnaðan og drífandi sérfræðing eignaafhendinga í nýja deild Eignastýringar. Leitað er að einstaklingi sem er sjálfstæður í vinnubrögðum og hefur góða þekkingu á byggingartengdum verkefnum, gerð útboðsgagna og líftímagreininga.

Viðkomandi hefur umsjón með afhendingu eigna til reksturs fyrir hönd Eignastýringar og innleiðingu þeirra inn í eignastýringakerfi Isavia. Sérfræðingur eignaafhendingar hefur yfirumsjón með áreiðanleika- og líftímagreiningum í eignastýringakerfi, kemur að gerð og rýni útboðsgagna og er tengiliður Eignastýringar við Framkvæmda- og verkfræðideild Isavia sem og við aðrar deildir tengdum afhendingu eigna til reksturs.

Helstu verkefni:

  • Umsjón með afhendingu eigna til reksturs hjá Eignastýringu
  • Þátttaka í teymisvinnu sem lýtur að afhendingu og virkjun eigna (ORAT)
  • Þátttaka í gerð og rýni útboðsgagna
  • Samskipti við hagaðila og upplýsingamiðlun vegna afhendinga eigna og/eða rýma
  • Yfirumsjón og eftirfylgni með innleiðingu eigna og gagna þeim tengdum inn í eignastýringakerfi Isavia við afhendingu
  • Yfirumsjón með áreiðanleika- og líftímagreiningum eigna og stuðningur við eignastjóra
  • Þátttaka í áhættumati eigna og mati á mildunaraðgerðum
  • Gerð og uppfærsla verklagsreglna tengdum afhendingu eigna til reksturs

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s tæknifræði, verkfræði, verkefnistjórnun eða sambærilegt
  • Reynsla af rekstri eða hönnun bygginga eða byggingatengdum kerfum er kostur
  • Mjög góð ensku- og íslenskukunnátta
  • Mjög góð tölvukunnátta
  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og jákvæðni

Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli.

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri. 

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur er til og með 24. apríl 2024.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Kristín Erla Einarsdóttir, í gegnum netfangið [email protected]

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um. 

Sækja um

Isavia óskar eftir að ráða metnaðarfullan verkefnastjóra fasteigna í nýja deild Eignastýringar. Leitað er að einstaklingi sem er sjálfstæður í vinnubrögðum og hefur góða fagþekkingu á sviði bygginga og viðhalds.

Verkefnastjóri tilheyrir teymi Rekstrarstjóra fasteigna og hefur meðal annars umsjón með skráningu eigna í eignastýringakerfi Isavia, gerð viðhalds- og kostnaðaráætlana og sinnir eftirfylgni með viðhaldi bygginga, ásamt bílastæðum, göngustígum og merkingum sem þeim tengist.

Fasteignir sem tilheyra verksviði verkefnastjóra er Flugstöð Leifs Eiríkssonar auk annarra fasteigna utan flugstöðvar. Einnig bílastæði, göngustígar, merkingar og gatnakerfi við flugstöðina.

Helstu verkefni:

  • Verkefnastýring
  • Gerð verk- og viðhaldsáætlana
  • Innleiðing viðhaldsáætlana og eftirfylgni með viðhaldi
  • Gerð kostnaðaráætlana
  • Innkaup vegna verkefna og kostnaðareftirlit
  • Skráningar í eignastýringarkerfi Isavia
  • Þátttaka og rýni í uppbyggingar- og framkvæmdaverkefnum
  • Samskipti við ýmsa hagaðila, hönnuði, verktaka og birgja
  • Þátttaka í gerð og uppfærsla verklagsreglna og viðbragðsáætlana

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun í byggingariðnfræði, byggingarfræði, byggingartæknifræði eða -verkfræði eða sambærilegt
  • Sveinspróf í húsasmíði er kostur
  • Reynsla af rekstri eða hönnun bygginga er kostur
  • Góð ensku- og íslenskukunnátta
  • Góð tölvukunnátta
  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og jákveðni
  • Gild ökuréttindi eru skilyrði

Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli.

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri. 

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur er til og með 24. apríl 2024.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Kristín Erla Einarsdóttir, í gegnum netfangið [email protected]

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um. 

Sækja um

Nú leitum við að kröftugum og kappsfullum verkefnastjóra rafmagnskerfa í nýja deild Eignastýringar. Leitað er að einstaklingi sem er sjálfstæður í vinnubrögðum og hefur góða fagþekkingu á sviði raflagna og rafkerfa.

Viðkomandi hefur umsjón með rekstri á eignum sem tilheyra rafmagnskerfum flugstöðvar og tilheyrir teymi eignastjóra. Sérfræðingur rafmagnskerfa hefur meðal annars umsjón með skráningu eigna í eignastýringakerfi Isavia, gerð viðhalds- og kostnaðaráætlana sem og áreiðanleika- og líftímagreininga.

Eignir sem tilheyra eignahóp rafmagnskerfa flugstöðvar eru: Rafdreifikerfi, lágspennu- og smáspennulagnir, lýsing, ljósastýringar, neyðarlýsing, varaaflsstöð, landrafmagn flugvéla (GPU) og rafhleðslustöðvar.

Helstu verkefni:

  • Verkefnastýring
  • Gerð verk- og viðhaldsáætlana
  • Innleiðing viðhaldsáætlana og eftirfylgni með viðhaldi
  • Gerð kostnaðaráætlana
  • Innkaup vegna verkefna og kostnaðareftirlit
  • Skráningar í eignastýringarkerfi Isavia
  • Þátttaka og rýni í uppbyggingar- og framkvæmdaverkefnum
  • Samskipti við ýmsa hagaðila, hönnuði, verktaka og birgja
  • Þátttaka í gerð og uppfærsla verklagsreglna og viðbragðsáætlana

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun í rafiðnfræði, rafmagnstæknifræði, rafmagnsverkfræði eða sambærilegt
  • Sveinspróf í rafvirkjun er skilyrði
  • Reynsla af rekstri eða hönnun rafmagnskerfa og rafmagnsbúnaðar er kostur
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Góð tölvukunnátta
  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og jákveðni
  • Gild ökuréttindi eru skilyrði

Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli.

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri. 

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur er til og með 24. apríl 2024.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Kristín Erla Einarsdóttir, í gegnum netfang [email protected]

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um. 

Sækja um

OUR RECRUITMENT PROCESS

  • At Isavia, we channel all job applications through our dedicated recruitment website to ensure a streamlined and fair process. We treat every application and job-related inquiry with the utmost confidentiality.
  • Once a position is filled, we make it a point to respond to all applicants. The recruitment journey typically spans 4-8 weeks from the advertisement of the vacancy. Please note, we do not respond to general applications.
  • Your application will be retained for 6 months. If you prefer to have your information removed before this period, kindly inform us.
  • For positions requiring access to security-restricted areas of airports, candidates must successfully complete a background check conducted by the National Commissioner of the Icelandic Police.