Komur
Brottfarir
Flug
Tími
Staða
Reykjavík (RKV)NY326
08:2527.03.2015
Staðfest koma: 08:25
Reykjavík (RKV)NY330
11:3027.03.2015
Áætluð koma: 11:30
Reykjavík (RKV)NY1334
15:1527.03.2015
Áætluð koma: 15:15
Reykjavík (RKV)NY336
15:4527.03.2015
Áætluð koma: 15:45

Egilsstaðaflugvöllur er einn af fjórum alþjóðlegum flugvöllum á Íslandi og er eini íslenski flugvöllurinn utan Keflavíkur sem er opinn allan sólarhringinn. Völlurinn gegnir mikilvægu hlutverki sem varaflugvöllur fyrir flug á milli Evrópu og Íslands, Bandaríkjanna og Íslands og flug yfir Ísland. Flugvöllurinn er á Egilsstaðanesi, á bakka Lagarfljóts, mitt á milli Egilsstaða og Fellabæjar. Flugvallarstjóri og umdæmisstjóri á Austurlandi er Jörundur Hilmar Ragnarsson.

Flugstöðin var upphaflega byggð á árunum 1963 til 1968 en endurbyggð og stækkuð á árunum 1987 til 1999. Nýr komusalur var formlega tekinn í notkun í apríl 2007. Flugvöllurinn er nánast á miðju Austurlandi. Aðeins er 1-1,5 klst. akstur til flestra þéttbýlisstaða en segja má að flugvöllurinn þjóni nú orðið öllu svæðinu frá Vopnafirði / Bakkafirði í norðri til Breiðdalsvíkur / Djúpavogs í suðri. Aðstæður til flugs eru góðar og aðflug er gott. Veðurfar er flugi hagstætt og áreiðanleiki áætlunarflugs því nær 99%.

 

Bæklingur um Egilsstaðaflugvöll (á ensku)

Keflavíkurflugvöllur Tern Systems Fríhöfnin