Fréttir

Látlaus umferðaraukning á Keflavíkurflugvelli
01 mar. 2015
Ekkert lát verður á farþegaaukningu á Keflavíkurflugvelli í sumar. Alls munu 19 flugfélög halda uppi ferðum þaðan til 73 áfangastaða um háannatímann. Sætaframboð í sumaráætlun eykst um 13% frá fyrra ári en áætlað er að heildarfjöldi farþega á árinu verði 4,5 milljónir sem er 16% aukning frá því í ...
Breytt gjaldskrá bílastæða á Keflavíkurflugvelli
27 feb. 2015
Ný gjaldskrá fyrir bílastæði við Flugstöð Leifs Eiríkssonar tekur gildi 1. apríl nk. en gjaldskráin hefur verið óbreytt í fjögur ár.
Niðurstaða hönnunarsamkeppni um þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar
26 feb. 2015
Hönnunarstofan Nordic - Office of Architecture í Noregi varð hlutskörpust í hönnunarsamkeppni um gerð uppbyggingar- og þróunaráætlunar (Masterplan) Keflavíkurflugvallar til næstu 25 ára.
Keflavíkurflugvöllur valinn besti flugvöllur í Evrópu 2014
16 feb. 2015
Keflavíkurflugvöllur var valinn besti flugvöllur í Evrópu á síðastliðnu ári í viðamikilli þjónustukönnun meðal farþega sem framkvæmd er á öllum helstu flugvöllum um allan heim.
4.644 ferðir umhverfis jörðina
13 feb. 2015
Árið 2014 flugu yfir 130 þúsund flugvélar 186 milljónir kílómetra um íslenska flugstjórnarsvæðið. Þetta jafnast á við 4644 ferðir umhverfis jörðina. Þessar flugtölur og fleiri til er að finna í ítarlegri greiningu Isavia á umferð ársins um flugvelli landsins og íslenska flugstjórnarsvæðið.
Isavia á framadögum háskólanna
12 feb. 2015
Isavia og dótturfyrirtækið Tern voru með bása á Framadögum sem fram fóru í gær í Háskólanum í Reykjavík. Básarnir voru staðsettir hlið við hlið á annarri hæð í HR og var mikil umferð áhugasamra nemenda á básinn. Tern og Isavia eru bæði að leita að sumarstarfsmönnum í verkefni tengd forritun og í þ...
Icelandair hefur flug til Birmingham
09 feb. 2015
Icelandair hóf á fimmtudaginn sl. reglulegt áætlunarflug til Birmingham í Englandi. Birmingham er fimmti áfangastaður Icelandair í Bretlandi og bætist í hóp London Heathrow, London Gatwick, Manchester og Glasgow.
Betri gögn - vandaðra áhættumat
29 jan. 2015
Lokun stystu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar hefur verið til umræðu frá árinu 1999. Fjórir ráðherrar samgöngumála hafa komið að eða gert samkomulag við Reykjavíkurborg sem miðar að slíkum breytingum á flugvellinum. Síðasta samkomulagið var undirritað í nóvember 2013 og óskaði innanríkisráðherra e...
Vegna fréttar Stöðvar 2 í gærkvöldi um Reykjavíkurflugvöll
26 jan. 2015
Alvarlegar villur eru í frétt um áhættumat um braut 06-24 á Reykjavíkurflugvelli sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Fyrirsögn um að áhættumatshópur hafi verið látinn víkja fyrir verkfræðistofu byggir ekki á réttum staðreyndum.
Norræni fjárfestingarbankinn lánar til framkvæmda Isavia á Keflavíkurflugvelli
18 des. 2014
Isavia ohf. og Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) undirrituðu í gærkvöld lánasamning að upphæð 32 milljónir evra (um 5 milljarða króna) vegna framkvæmda og endurbóta á Keflavíkurflugvelli sem miða að því að auka afköst flugvallarins.

« Prev 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 Next »

Keflavíkurflugvöllur Tern Systems Fríhöfnin