Fréttir

Öllum takmörkunum á flugi í kringum eldstöðina aflétt
31 ágú. 2014
Hættusvæði vegna blindflugs umhverfis Holuhraun hefur verið aflétt. Engar takmarkanir gilda lengur um flug vegna eldgossins. Viðbúnaðarstig vegna flugs hefur verið fært niður á appelsínugult.
Gos í Holuhrauni hefur ekki áhrif á flugumferð
31 ágú. 2014
Gos í eldstöðinni í Holuhrauni norðan Vatnajökuls sem hófst á ný í morgun hefur ekki áhrif á flugumferð. Flugstjórnarmiðstöðin í Reykjavík hefur skilgreint hættusvæði vegna blindflugs umhverfis eldstöðina í samræmi við upplýsingar frá Veðurstofu íslands. Svæðið nær norður undir Mývatn og einungis u...
Öllum takmörkunum á flugi yfir gosstöðina aflétt
29 ágú. 2014
Lítið haftasvæði flugs umhverfis eldstöðina norðan Vatnajökuls sem skilgreint var að ósk Samgöngustofu í nótt hefur verið fellt niður líkt og hættusvæði vegna blindflugs. Engar takmarkanir gilda lengur um flug vegna eldgossins.
Eldgos hefur ekki lengur áhrif á flugumferð
29 ágú. 2014
Veðurstofa Íslands hefur lækkað viðbúnaðarstig vegna flugumferðar vegna eldgoss frá rauðu og niður á appelsínugult stig. Eldgosið hefur ekki lengur áhrif á flugumferð og skilgreindu svæði sem takmarkar flugumferð hefur því verið aflýst.
Uppfært vegna eldgoss í Holuhrauni
29 ágú. 2014
Samgöngustofa hefur minnkað haftasvæðið úr 10 sjómílum umhverfis eldstöðina í 3 sjómílur, það nær enn upp í 5.000 fet yfir jörðu. Innan haftasvæðis er öll flugumferð bönnuð utan vísindaflugs Landhelgisgæslunnar.
Skilgreint hættusvæði vegna blindflugs minnkað
29 ágú. 2014
Gleggri upplýsingar um hegðan eldgossins í Holuhrauni norðan Vatnajökuls benda til þess að öskudreifing sé óveruleg. Skilgreint hættusvæði vegna blindflugs hefur verið minnkað og nær nú upp í 5.000 feta hæð. Allir áætlunarflugvellir á Íslandi eru opnir. Samgöngustofa hefur sett upp haftasvæði (Rest...
Eldgos er hafið í Holuhrauni
29 ágú. 2014
Lítið eldgos er hafið í Holuhrauni Norðan Vatnajökuls. Um er að ræða hraungos og óljóst er hversu mikil aska fylgir gosinu. Viðbragðsáætlun vegna áhrifa öskudreifingar á flug hefur verið virkjuð og Flugstjórnarmiðstöðin í Reykjavík hefur skilgreint hættusvæði í samræmi við upplýsingar frá Veðurstof...
Beint flug frá Japan
28 ágú. 2014
Japan Airlines flýgur sex ferðir frá borgunum Osaka og Tokyo til Keflavíkurflugvallar í ágúst og september. Fyrsta flugið lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 13:30 í dag með 220 farþega.
Val á rekstraraðilum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar gengur eftir áætlun: Samningaviðræður framundan
22 ágú. 2014
Isavia kynnti forval vegna aðstöðu til verslunar- og veitingareksturs í Flugstöð Leifs Eiríkssonar 19. mars síðastliðinn sem vakti mikla athygli innanlands og erlendis. Samningstími núverandi rekstraraðila rennur út í árslok og gert er ráð fyrir að endurnýjað verslunarsvæði verði tekið í notkun vor...
Órói í Bárðarbungu
19 ágú. 2014
Vegna frétta um óróa í Bárðarbungu og viðbúnaðarstig sem boðað hefur verið vegna möguleika á eldgoss bendum við á að nýjustu upplýsingar um þróun jarðhræringanna er að finna á www.vedur.is og www.almannavarnir.is.

« Prev 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 Next »

Keflavíkurflugvöllur Tern Systems Fríhöfnin