Fréttir

Isavia styrkir barna- og unglingastarf á Suðurnesjum
29 okt. 2014
Styrktarsjóður Isavia veitir í ár styrki til barna- og unglingastarfs á Suðurnesjum. Styrkjunum er ætlað að styðja við allar greinar íþrótta og stuðla að auknum möguleikum barna- og unglinga til að stunda sínar íþróttir og fara í nauðsynlegar æfinga og keppnisferðir.
Fyrstu vélar easyJet frá London Gatwick og Genf lentu í Keflavík
28 okt. 2014
easyJet, stærsta flugfélag Bretlands og það umsvifamesta á London Gatwick flugvelli, hóf í gær beint áætlunarflug frá Íslandi til Gatwick-flugvallar í Englandi og til Genfar í Sviss. Flogið verður þrisvar í viku til Gatwick og tvisvar í viku til Genfar – allt árið um kring.
Inspired by Iceland birtir myndband um leitina að hugrakkasta ferðamanninum
20 okt. 2014
Nýr áfangi Inspired by Iceland herferðarinnar, sem Isavia meðal annarra ferðaþjónustufyrirtækja tekur þátt í, var formlega kynnt í síðustu viku með birtingu á nýju myndbandi á vef Youtumbe
Þorgerður ráðin framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar
07 okt. 2014
Þorgerður Þráinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, dótturfélags Isavia, úr hópi rúmlega eitt hundrað umsækjenda. Hún mun hefja störf hjá Fríhöfninni á næstu vikum.
Alþjóðleg hönnunarsamkeppni um mótun uppbyggingar- og þróunaráætlunar Keflavíkurflugvallar
03 okt. 2014
Isavia efnir til alþjóðlegrar hönnunarsamkeppni um mótun uppbyggingar- og þróunaráætlunar (Masterplan) Keflavíkurflugvallar til næstu 25 ára. Félagið hefur falið Ríkiskaupum að auglýsa forval til lokaðrar hönnunarsamkeppni þar sem fimm aðilum sem uppfylla kröfur um hæfi og reynslu verður boðin þátt...
Verslunar- og veitingarými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
01 okt. 2014
Vali á rekstraraðilum í veitinga- og verslunarrými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli er lokið. Breytingarnar munu auka úrval og framboð vöru og veitinga í flugstöðinni og skila flugvellinum auknum leigutekjum. Við valið voru margir þættir metnir, svo sem þjónusta, vöruframboð, ýmsi...
Peter Greenberg á Vestnorden ferðasýningunni í boði Isavia
01 okt. 2014
Nú stendur yfir Vestnorden ferðasýningin í Laugardalshöll sem haldin er dagana 30. september – 1. október. Á sýningunni eru saman komin öll helstu ferðaþjónustufyrirtæki á landinu til að kynna vöruframboð sitt fyrir erlendum ferðaheildsölum sem sækja sýninguna.
Breytingar á verslunar- og veitingarými á Keflavíkurflugvelli
27 sep. 2014
Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um forval vegna útleigu á verslunar- og veitingarrými í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli vill Isavia koma eftirfarandi á framfæri:
Farþegafjöldi yfir 3 milljónir á Keflavíkurflugvelli
26 sep. 2014
Í dag fór 3 milljónasti farþeginn á árinu 2014 um Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Af þessu tilefni afhentu starfsmenn flugstöðvarinnar honum blóm og gjafir, en um var að ræða farþega sem var að koma með Norwegian frá Bergen í dag.
Icelandair hefur flug til Portland í Oregon í maí
11 sep. 2014
Icelandair mun bæta Portland í Oregon við sumaráætlun sína 20. maí á næsta ári og verður þá með beint flug til 39 áfangastaða.

« Prev 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 Next »

Keflavíkurflugvöllur Tern Systems Fríhöfnin