Hoppa yfir valmynd
13.5.2016
Hvernig tökum við á móti ferðamönnum í sumar?

Hvernig tökum við á móti ferðamönnum í sumar?

Isavia býður til morgunfundar miðvikudaginn 18. maí kl . 9-10.15 á Hotel Reykjavik Natura. 

Framundan er stærsta sumar frá upphafi fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Miklar áskoranir felast í því fyrir alla þá sem starfa innan greinarinnar. Hvernig erum við á Keflavíkurflugvelli undirbúin? Hvernig getum við samstillt skilaboðin til ferðamanna þannig að ferðalag þeirra um flugvöllinn gangi sem best? Hversu ánægðir eru ferðamenn með dvöl sína á Íslandi?

Dagskrá:

Húsið opnar 8.30 og fundur hefst kl. 9

Elín Árnadóttir aðstoðarforstjóri Isavia býður gesti velkomna.

 

Hvernig tökum við á móti ferðamönnum í sumar?

Hlynur Sigurðsson framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar fjallar um það

hvernig Isavia og aðrir rekstraraðilar á flugvellinum munu takast á við mikinn fjölda

ferðamanna í sumar.

 

Hversu ánægðir eru ferðamenn með dvöl sína á Íslandi?

Einar Einarsson framkvæmdastjóri Gallup kynnir Ferðamannapúls Isavia,

Ferðamálastofu og Gallup.

Umræður í lok fundar

Við hvetjum alla þá sem starfa í ferðaþjónustunni og aðra áhugasama til að mæta og kynna sér það sem framundan er á Keflavíkurflugvelli.

Boðið verður upp á kaffi og léttan morgunverð