Hoppa yfir valmynd
29.8.2014
Eldgos er hafið í Holuhrauni

Eldgos er hafið í Holuhrauni

Lítið eldgos er hafið í Holuhrauni norðan Vatnajökuls. Um er að ræða hraungos og óljóst er hversu mikil aska fylgir gosinu. Viðbragðsáætlun vegna áhrifa öskudreifingar á flug hefur verið virkjuð og Flugstjórnarmiðstöðin í Reykjavík hefur skilgreint hættusvæði í samræmi við upplýsingar frá Veðurstofu Íslands umhverfis eldstöðina sem flugvélar í blindflugi verða að sneyða hjá í öryggisskyni. Hættusvæðið afmarkast af geira í norðvesturátt frá Brúarjökli norður á Axarfjörð í austri og Arnarvatnsheiði í vestri. Akureyrarflugvöllur fellur innan svæðisins og er einungis hægt að fljúga þangað í sjónflugi ef aðstæður leyfa. Engar flugvélar voru á svæðinu þegar eldgossins varð var í nótt.

Hættusvæði vegna flugs afmarkast af geira í norðvesturátt frá Brúarjökli norður á Axarfjörð í austri og Arnarvatnsheiði í vestri.