Hoppa yfir valmynd
30.6.2014
Flybe hefur áætlunarflug milli Birmingham og Keflavíkur

Flybe hefur áætlunarflug milli Birmingham og Keflavíkur

Breska lággjaldaflugfélagið Flybe, sem er stærsta svæðisbundna flugfélag Evrópu, hóf áætlunarflug milli Birmingham og Keflavíkur í gær.
 
Félagið hyggst fljúga þrisvar í viku árið um kring á sunnudögum, þriðjudögum og föstudögum.
 
Flugvallarstarfsmenn tóku á móti jómfrúarfluginu með hefðbundnum hætti og færðu farþegum á leið til Birmingham veitingar í tilefni dagsins.
 
Isavia óskar Flybe til hamingju með nýju flugleiðina.