Hoppa yfir valmynd
19.12.2016
Húsfyllir á kynningarfundi Startup Tourism á Akureyri

Húsfyllir á kynningarfundi Startup Tourism á Akureyri

Það var fullt hús á kynningarfundi Startup Tourism á Akureyri sem haldinn var miðvikudaginn 14.desember. 

Isavia skipulagði fundinn ásamt öðrum bakhjörlum og var mjög ánægjulegt að sjá svo góða mætingu.  Á fundinum fluttu erindi Svava Björk Ólafsdóttir, Verkefnastjóri hjá Icelandic Startups, Haraldur Ingi Birgisson frá Deloitte á Íslandi og frumkvöðlarnir Örlygur Hnefill Örlygsson frá Húsavík Guesthouse og Kristín Kolbeinsdóttir frá Silvu. 

Umsóknarfrestur í Startup Tourism viðskiptahraðallinn er til 16. janúar og eru starfsmenn Isavia hvattir til að kynna sér verkefnið. Frekari upplýsingar má nálgast á www.startuptourism.is