Hoppa yfir valmynd
5.7.2016
Isavia gefur út AIP appið - Aukið aðgengi fyrir notendur Flugmálahandbókar Íslands

Isavia gefur út AIP appið - Aukið aðgengi fyrir notendur Flugmálahandbókar Íslands

Isavia hefur látið þróa og framleiða appið „AIP Iceland“ sem gefið er út með það að markmiði að auðvelda aðgengi flugmanna að Flugmálahandbók Íslands (AIP), upplýsingabréfum (AIC) og NOTAM skeytum. Það er nú fáanlegt án endurgjalds í App Store fyrir IOS stýrikerfi og í Play Store fyrir Android stýrikerfi. Appið nýtist flugmönnum sem þurfa að notast við upplýsingar úr Flugmálahandbókinni en í henni eru birtar upplýsingar um íslensk flugmál, flugleiðsögukerfi og flugvelli. Flugmálahandbókin og appið eru gefin út á ensku og íslensku. 

Með appinu má skoða vefútgáfu af Flugmálahandbók Íslands (AIP) og hlaða niður PDF-skjölum bókarinnar, kort eru þó einungis aðgengileg sem PDF-skjöl. Einnig má skoða NOTAM skeyti sem eru í gildi. 

Eftir að appið hefur verið sett upp er með auðveldum hætti hægt að nálgast vefútgáfu Flugmálahandbókarinnar hvort sem að snjalltæki er í netsambandi eða ekki. Notandinn sér hvort nettenging er virk og stjórnar hann því hvort PDF-skjöl eru sótt til vistunar á snjalltækið. Sótt PDF-skjöl eru aðgengileg án netsambands.  

Til þess að virkja appið þarf einungis að sækja það í App Store eða Google Play Store eftir því hvaða stýrikerfi er notað en engrar auðkenningar er krafist.