Hoppa yfir valmynd
23.11.2015
Morgunfundur Isavia um farþegaspá 2016

Morgunfundur Isavia um farþegaspá 2016

Isavia býður til morgunfundar um farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2016. Fundurinn verður haldinn í Þingsölum á Hotel Natura miðvikudaginn 25. nóvember klukkan 8:30.

Farið verður yfir farþegaspána 2016, afkastaaukandi aðgerðir á Keflavíkurflugvelli fyrir sumarið og framkvæmdir sem ráðist þarf í á næstu árum. Grímur Sæmundsen formaður Samtaka ferðaþjónustunnar mun svo tala um áskoranir og tækifæri ferðaþjónustunnar næstu árin. Boðið verður upp á léttan morgunverð .

Dagskrá:

Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2016

Grétar Már Garðarsson, verkefnastjóri á viðskiptaþróunarsviði Isavia

Uppbygging og framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli

Guðmundur Daði Rúnarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar

Vaxandi fjöldi – áskoranir og tækifæri

Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar

 

Skráningu á viðburðinn er lokið