Hoppa yfir valmynd
29.8.2014
Skilgreint hættusvæði vegna blindflugs minnkað

Skilgreint hættusvæði vegna blindflugs minnkað

Gleggri upplýsingar um hegðan eldgossins í Holuhrauni norðan Vatnajökuls benda til þess að öskudreifing sé óveruleg. Skilgreint hættusvæði vegna blindflugs hefur verið minnkað og nær nú upp í 5.000 feta hæð. Allir áætlunarflugvellir á Íslandi eru opnir. Samgöngustofa hefur sett upp haftasvæði (Restricted area) þar sem einungis er heimilað vísindaflug Landhelgisgæslunnar. Haftasvæðið afmarkast af hring í 10 sjómílna radíus í kringum eldstöðina og upp í 5.000 fet yfir jörðu.

Hættusvæði vegna blindflugs hefur verið minnkað og nær nú upp í 5.000 feta hæð.

Haftasvæði Samgöngustofu. Innan þess er einungis heimilað vísindaflug.