Hoppa yfir valmynd
29.8.2014
Uppfært vegna eldgoss í Holuhrauni

Uppfært vegna eldgoss í Holuhrauni

Samgöngustofa hefur minnkað haftasvæðið úr 10 sjómílum umhverfis eldstöðina í 3 sjómílur, það nær enn upp í 5.000 fet yfir jörðu. Innan haftasvæðis er öll flugumferð bönnuð utan vísindaflugs Landhelgisgæslunnar.

Skilgreint hættusvæði vegna blindflugs er enn hið sama og í uppfærslu sem send var klukkan 05:00 í morgun eins og sjá má á myndinni hér að neðan.

Nú er haftasvæðið í kringum eldfjallið komið niður í þrjár sjómílur.

 

Hættusvæði vegna blindflugs.