Hoppa yfir valmynd
24.8.2014

Veðurstofa Íslands hefur lækkað viðbúnaðarstig – engar takmarkanir á flugi

Veðurstofa Íslands hefur lækkað viðbúnaðarstig vegna flugs í appelsínugult. Allar takmarkanir á flugi hafa verið felldar úr gildi.

Allir áætlunarflugvellir eru opnir. Áfram verður fylgst með framvindu jarðhræringanna og staðan uppfærð um leið og einhverjar breytingar verða.

Nýjustu upplýsingar eru birtar á vef Veðurstofu Íslands, www.vedur.is, og vef Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, www.almannavarnir.is.

Næstu skref:

Náið verður fylgst með framvindu jarðhræringanna og brugðist hratt við ef ástandið breytist. Ef gos hefst mun flugstjórnarmiðstöðin vinna eftir eldgosaviðbragðsáætlun sem gefin er út af alþjóðaflugmálastofnuninni (ICAO).