Um Isavia

Á LANDI OG Í LOFTI

Isavia annast rekstur og uppbyggingu allra flugvalla á Íslandi og stýrir jafnframt flugumferð í íslenska flugstjórnarsvæðinu sem er 5,4 milljónir ferkílómetrar að stærð og eitt það stærsta í heiminum. Eitt af hlutverkum Isavia er að tryggja að flugöryggi sé í samræmi við viðurkenndar alþjóðlegar öryggiskröfur og aðferðir.

Hjá móðurfélagi Isavia starfa um 830 manns. Auk þess starfa hjá dótturfélögum rúmlega 160 manns hjá Fríhöfninni og 50 hjá Tern.

Stefnumið
Isavia vill tryggja að flugöryggi sé í samræmi við viðurkenndar öryggiskröfur og aðferðir, að flugvernd sé fullnægjandi og að starfsemi félagsins njóti viðurkenningar á innlendum sem alþjóðlegum vettvangi. Við styðjum við almenna flugstarfsemi á Íslandi og stuðlum að því að hún dafni hér á landi í sátt við samfélagið með sérstakri áherslu á umhverfismál. Við viljum efla þekkingu og færni starfsmanna okkar og leggjum á það áherslu að skapa þeim gott starfsumhverfi. Isavia styður og eflir starfsemi í samfélaginu sem er mikilvæg vegna kjarnastarfsemi félagsins eða er því til vegsauka.

Opnunartími afgreiðslu Isavia í flugturni í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli er frá 8:00 - 16:00.

Heimilisfang Isavia ohf. er:
Reykjavíkurflugvöllur
101 Reykjavík
Sími Isavia er 424 4000

Heimilisfang Keflavíkurflugvallar er:
Flugstöð Leifs Eiríkssonar
235 Keflavíkurflugvöllur
 
Kennitala Isavia ohf. er: 550210-0370
Virðisaukaskattsnúmer Isavia ohf. eru 104697 og 105258

Keflavíkurflugvöllur Tern Systems Fríhöfnin Isavia gullmerki PWC