Jafnréttisáætlun Isavia

Tilgangur og markmið

Jafnréttisáætlun Isavia miðar meðal annars að því að auka almenna starfsánægju og bæta starfsanda. Jafnréttisáætlun er unnin í samræmi við lög nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. 

Tilgangur jafnréttisáætlunar er að tryggja fyllsta jafnrétti milli kvenna og karla á vinnustaðnum með það að markmiði að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsmanna til fulls án þess að kynbundin mismunun eigi sér stað. Einnig skal tryggt að kynferðisleg áreitni sé ekki liðin á vinnustaðnum. Í jafnréttisáætlun þessari skal tryggt að starfsmönnum sé ekki mismunað vegna kyns, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, kynhneigðar, litarháttar, efnahags, ætternis, fötlunar, aldurs eða stöðu að öðru leyti.

Jafnréttisáætlun Isavia er hægt að nálgast hér.

Isavia gullmerki PWC Tern Systems Fríhöfnin