Stjórn Isavia

Forstjóri Isavia er Björn Óli Hauksson, rekstrarverkfræðingur. Hann hóf störf 1. maí 2010 en starfaði fyrir þann tíma sem forstjóri Keflavíkurflugvallar frá árinu 2008. 

Stjórn Isavia - kjörin á aðalfundi félagsins 20.mars 2015

Aðalmenn:

Ingimundur Sigurpálsson

Ingimundur Sigurpálsson, fæddur 1951, stjórnarformaður frá 2014, viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, stundaði framhaldsnám í hagrænni áætlanagerð og þróunarhagfræði við George Washington University í Washington D.C. og DBE frá Columbia Business School, New York, USA. 
 
Ingimundur hefur verið forstjóri Íslandspósts frá árinu 2004. Hann hefur áratuga reynslu úr atvinnulífinu bæði í opinbera- og einkageiranum. Ingimundur gegnir og hefur gegnt fjölmörgum félags-, trúnaðar- og stjórnunarstörfum. 
Ingimundur var kosinn í stjórn Isavia á aðalfundi 2014.
 
Ingimundur situr í stjórn ISNIC hf., Símans hf.  og Samskipta ehf.  Hann á hlut í Fjárfestingarfélaginu Molanum ehf. sem á hlut í ISNIC.
 
 
Matthías Páll Imsland
Matthías Imsland, fæddur 1974, varaformaður frá 2014, stjórnmálafræðingur með MS próf frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Þá hefur hann stundað nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og stjórnunarnámi við North Park University í Chicago í Bandaríkjunum.  
 
Matthías var aðstoðarmaður félags- og húsnæðismálaráðherra  frá 2013-15,  aðstoðarmaður forsætisráðherra frá jan-apríl 2016 og er síðan aftur aðstoðarmaður félags- og húsnæðismálaráðherra frá apríl 2016.   Áður var hann aðstoðarmaður félags- og húsnæðismálaráðherra 2013-15 og ráðgjafi fyrir fyrirtæki í Suður-Ameríku og Skandinavíu. Matthías var um tíma framkvæmdastjóri rekstrarsviðs flugfélagsins WOW-air og fyrir stofnun þess var hann forstjóri Iceland Express. 
Matthías var kosinn í stjórn Isavia á aðalfundi 2014.
 
Matthías er varaformaður Fríhafnarinnar ehf.  Hann situr ekki í stjórn neins annars rekstrarfélags og á ekki hluti í neinum.
 
 
 
Theódóra Þorsteinsdóttir
 
Theodóra Þorsteinsdóttir, fædd 1969, stjórnarmaður frá 2015, lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Theodóra er bæjarfulltrúi og oddviti Bjartrar framtíðar í Kópvogi frá 2014, og formaður bæjarráðs frá 2014. Hún var markaðsstjóri Smáralindar 2005-2010.  
 
Theodóra var kosin í stjórn Isavia á aðalfundi 2015.
 
Theodóra situr ekki í stjórn neins annars rekstrarfélags og á ekki hluti í neinum.
 
 
Ragnar Óskarsson

Ragnar Óskarsson, fæddur 1948, varaformaður stjórnar Isavia 2010-14, stjórnarmaður frá 2014.  BA- próf í sagnfræði, íslensku og heimspeki frá Háskóla Íslands. Framhaldsnám í Danmörku. Kennari við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum. Bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum 1978 - 2002 fyrir Alþýðubandalagið og Vestmannaeyjalistann. Hefur setið  á Alþingi sem varaþingmaður Alþýðubandalagsins fyrir Suðurlandskjördæmi.

Ragnar var kosinn í stjórn Isavia á stofnfundi félagsins 2010.

Ragnar situr ekki í stjórn neins annars rekstrarfélags.

 

Sigrún Traustadóttir

Sigrún Traustadóttir, fædd 1962, stjórnarmaður frá 2014, viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1989 og lauk MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík 2013. Frá hausti 2010 hefur Sigrún starfað sjálfstætt, m.a. við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja samhliða MBA námi sínu. Sigrún var framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnunarsviðs Flugstoða /Isavia ohf., áður Flugmálastjórnar Íslands 1995-2010. Sigrún sat í stjórn Flugfjarskipta frá stofnun 2004–2009. 

Sigrún var kosin í stjórn Isavia á aðalfundi 2014.

Sigrún er stjórnarformaður ISOR (Íslenskra orkurannsókna), stjórnarmaður í Frumherja ehf. og stjórnarformaður Vörubretta ehf. Hún á hlut í Vörubrettum ehf. 

 

Varamenn:

Friðbjörg Matthíasdóttir
Jens Garðar Helgason
Jón Norðfjörð
Sigurbjörn Trausti Vilhjálmsson
Tryggvi Haraldsson

 

Ársskýrslur Isavia

Samþykktir fyrir hlutafélagið Isavia ohf

Starfsreglur stjórnar Isavia

Starfskjarastefna Isavia

Stjórnarháttayfirlýsing Isavia
 

Fundargerðir stjórnar

 

Isavia gullmerki PWC Tern Systems Fríhöfnin