Styrktarsjóður Isavia

Isavia leggur samfélagsmálefnum lið með styrkveitingum úr styrktarsjóði Isavia. Um er að ræða þrenns konar styrkveitingar og sjóði: Styrktarsjóður Isavia, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Almannavarna, styrkir til háskólamanna og Samfélagssjóður
 

Styrktarsjóður Isavia hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu og Almannavörnum.

Meginmarkmið sjóðsins er að styrkja björgunarsveitir landsins með áherslu á viðbrögð við hópslysum og viðbúnað í grennd við fjölfarin ferðamannasvæði. Einnig að björgunarsveitir séu ávallt sem best búnar til þess að takast á við hópslys og aukið álag vegna mikils ferðamannastraums til Íslands.
 

 

Styrkir til háskólanema 

Isavia hefur gert samstarfssamning við HR og HÍ um styrki til meistara- og doktorsverkefna. Innan flug- og ferðaþjónustugeirans er fjöldi spennandi viðfangsefna til rannsókna, meðal annars á sviði verkfræði, tæknifræði, tölvunarfræði, lögfræði, ferðamálafræði, viðskipta- og hagfræði.
  • Frekari upplýsingar um styrki til háskólanema má fá á skrifstofum háskólanna: www.hi.is, www.ru.is
 
 
 
 

Samfélagssjóður 

Isavia vill leggja sitt af mörkum til þess að metnaðarfullt starf á ýmsum sviðum samfélagsins fái dafnað. Félagið hefur átt samstarf við fjölda aðila og styrkt margvísleg metnaðarfull verkefni á undanförnum árum. Samfélagssjóðurinn styrkir verkefni á sviði góðgerða-, íþrótta-, lista-, menningar-, mennta- og umhverfismála. Stefna sjóðsins er að styrkja verkefni sem hafa breiða samfélagslega skírskotun og möguleika á að hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag, bæði á landsvísu sem og á starfssvæðum Isavia.
 
Isavia gullmerki PWC Tern Systems Fríhöfnin