11.5.2022
5,7 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll í ár - 79% endurheimt frá 2019
Spá Isavia um fjölda farþega sem áætlað er að fari um Keflavíkurflugvöll það sem eftir er af árinu 2022 er komin út. Spáin er sú fyrsta síðan Covid-19. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll verði 5,7 milljónir. Það er 79% af þeim fjölda farþega sem fór um völlinn árið 2019. Áætlað er að tengifarþegar verði tæp 73% af því sem var árið 2019.