Hoppa yfir valmynd

Listir og menning á Akureyrarflugvelli

TOLLI Á AKUREYRARFLUGVELLI 

Hér á flugvellinum stendur nú yfir sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir listamanninn Tolla. Um er að ræða samvinnuverkefni Isavia og Tolla og ráðgerðar eru fleiri sýningar á verkum listamannsins á innanlandsflugvöllum á Íslandi á komandi mánuðum. Í framhaldinu er stefnt að því að nýta rými flugstöðva á Íslandi til að styðja við ungt listafólk  á hverjum stað og gera því kleift að koma verkum sínum á framfæri.

Verkin er að finna í komusal, brottfararsal og kaffiteríunni. Þau eru ný af nálinni, bæði stór og smá og öll til sölu.

Við vonum að farþegar og aðrir gesti flugstöðvarinnar njóti sýningarinnar.

UM TOLLA

Þorlákur Kristinsson Morthens er fæddur 3. október 1953 og uppalinn
í Reykjavík. Hann kemur frá listrænu heimili og hefur málað og teiknað frá unga aldri. Tolli hóf nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1978 og lauk prófi úr nýlistadeild árið 1983. Eftir það fór hann í Hochschule der Künste í Vestur-Berlín undir handleiðslu Karl-Horst Hödicke prófessors, sneri heim 1985 og hefur starfað sem myndlistarmaður síðan.

Verk Tolla eru meðal annars í eigu Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur og Listasafns Háskóla Íslands, auk nokkurra stofnana í Evrópu og Bandaríkjunum.

CREATIVE TAKEOFF

Með Creative Take Off göngum við til samstarfs við listafólk og hönnuði. Við viljum nýta flugvallarbyggingar til að koma íslenskri list og hönnun á framfæri á fjölbreyttan og skemmtilegan hátt og gera upplifun ferðafólks áhugaverðari og ánægjulegri.