Hoppa yfir valmynd

ENDURVINNSLA


Í lok ársins 2017 setti Isavia sér markmið fyrir árið 2018 í tengslum við Ábyrga ferðaþjónustu og Loftslagssáttmála Reykjavíkurborgar og Festu. Eitt af þeim markmiðum var að auka hlutfall flokkaðs úrgangs um að minnsta kosti 5% á hvern farþega. Stór skref hafa verið tekin í aukinni sorpflokkun á árinu, sérstaklega á Keflavíkurflugvelli þar sem flokkun á lífrænu sorpi frá rekstraraðilum hófst í lok árs. Isavia náði markmiði sínu um aukið hlutfall flokkaðs úrgangs. Árið 2017 var hlutfall flokkaðs sorps á hvern farþega 20% en árið 2018 var hlutfallið komið upp í 27%.

Hlutfall flokkaðs sorps á hvern farþega

Ár201620172018
Flokkað per farþega0,027 kg14 %0,040 kg20 %0,045 kg27 %
Óflokkað per farþega0,160 kg86 %0,160 kg80 %0,123 kg73 %
Samtals per farþega0,187 kg100 %0,200 kg100 %0,168 kg100 %

Endurvinnsluhlutfall

tonn
Til förgunar 1303
Til endurvinnslu 475
Hlutfall flokkaðs sorps á hvern farþega
% %
7%

Isavia er þátttakandi í verkefninu Græn skref á vegum Umhverfisstofnunar. Verkefnið snýst meðal annars um að gera starfsemi umhverfisvænni, auka vellíðan starfsmanna og bæta starfsumhverfi þeirra, draga úr rekstrarkostnaði og innleiða áherslur í umhverfismálum sem hafa verið samþykktar.

Starfsstöð Flugfjarskipta í Gufunesi varð á árinu fyrsta starfsstöð Isavia til að ljúka innleiðingu á fimmta og loka Græna skrefinu með ISO14001 vottun frá BSI, Bresku staðlastofnuninni fyrir að starfrækja virkt umhverfisstjórnunarkerfi. Á starfstöðinni hefur m.a. verið gengið lengra í að draga úr úrgangsmyndum með því að halda hænur sem borða þann lífræna úrgang sem fellur til og er ekki nýttur til moltugerðar.

Á starfstöðinni hefur m.a. verið gengið lengra í að draga úr úrgangsmyndum með því að halda hænur sem borða þann lífræna úrgang sem fellur til og er ekki nýttur til moltugerðar.

Á lager Keflavíkurflugvallar við Grænás er tekið við húsbúnaði og nýtilegu byggingaefni sem verður til við breytingar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og öðrum byggingum sem tilheyra flugvellinum. Búnaður er endurnýttur ef þörf er á varahlutum eða sendur á aðra staði á landinu. Hluti af Grænu skrefunum sem Isavia er að innleiða er að vera vakandi yfir möguleikum á endurnýtingu húsbúnaðar og annars efnis innan fyrirtækisins.