Hoppa yfir valmynd

Vinnuvernd og öryggi

Vinnuvernd og öryggi

María Kjartansdóttir, verkefnastjóri samfélagsábyrgðar og Jón Kolbeinn Guðjónsson, verkefnastjóri á viðskipta og þróunarsviði, fjalla um innleiðingu vinnuverndarstefnu Isavia.

Vinnuvernd hjá Isavia

Árið 2019 markaði Isavia nýja stefnu í vinnuvernd. Stefnan tekur til allrar starfsemi félagsins og byggir á gildum og heildarstefnu Isavia. Með stefnunni skuldbindur félagið sig til að vera til fyrirmyndar í öryggis, heilsu og vinnuverndarmálum með því að stuðla að öruggu og heilsusamlegu vinnuumhverfi fyrir þá sem starfa á og heimsækja starfstöðvar félagsins. Með því er bæði reynt að koma í veg fyrir slys á fólki og einnig huga að aðbúnaði starfsfólks til að tryggja heilsusamlegt vinnuumhverfi.

Stjórnkerfi vinnuverndar er hluti af gæðakerfi Isavia. Á árinu fór hluti af starfsemi Keflavíkurflugvallar í gegnum vottun á ISO 45001 staðlinum. Með þessu er verið að gera vinnuvernd hærra undir höfði og tryggja að hún sé höfð að leiðarljósi í allri starfsemi félagsins. Farið var í víðtækar aðgerðir til að greina stöðu vinnuverndar á þeim starfstöðvum sem vottunin nær til og mildunaraðgerðir til að milda eða útrýma þeim áhættum sem þar voru greindar. Unnið var markvisst að því að auka öryggisvitund í daglegu starfi hjá félaginu til dæmis var vinnuvernd gert hátt undir höfði í öryggisviku Isavia og unnið að því að þjálfa starfsfólk í vinnuvernd.

Tilkynntum vinnuslysum fjölgaði á síðasta ári og voru 60, þar af voru 19 fjarveruslys. Eitt af markmiðum Isavia er að vinna stöðugt að fækkun slysa á vinnustöðum Isavia. Fyrir árið 2020 á að rýna og bæta skráningu og kortlagningu á hættulegum aðstæðum, næstum slysum og slysum á starfssvæðum Isavia.

Mannauðssvið Isavia ber ábyrgð á vinnuverndarmálum hjá félaginu. Á sviðinu starfar vinnuverndarfulltrúi sem ber ábyrgð á skráningu slysa, atvika og að rýna rannsóknarskýrslur. Hann deilir verkefnum niður á deildir eftir því sem við á og fylgir eftir að úrbætur sé gerðar í samræmi við það sem óskað er eftir. Hann er einnig formaður öryggisnefndar Isavia.

Starfrækt er lögbundin öryggisnefnd með aðilum þvert á fyrirtækið og í henni eru bæði öryggisverðir sem eru skipaðir í nefndina sem og öryggistrúnaðarmenn sem eru fulltrúar starfsfólks. Formaður nefndarinnar ber ábyrgð á að skipuleggja fundi hennar. Öryggisnefndin ber ábyrgð á að fara yfir stöðu frávika og úrbóta rýna slys og tilkynningar sem og skýrslur vinnueftirlits. Öryggisnefndinni er ætlað að ýta undir öryggisvitund starfsmanna með þjálfun og fræðslu og tryggja að farið sé eftir lögum og reglugerðum í starfseminni. Ný vinnuverndarstefna var kynnt öryggisnefndinni áður en hún var gefinn út en forstjóri félagsins samþykkir hana fyrir útgáfu. Með stefnunni skuldbindur Isavia sig til að fylgja að minnsta kosti lögum og reglugerðum en ganga lengra þar sem tækifæri er til.

Vinnuvernd / vinnutengd slys hjá starfsfólki Isavia GRI 403-9


201920182017
Fjöldi banaslysa sem afleiðing af vinnutengdum slysum000
Fjöldi alvarlegra vinnutengdra slysa (fyrir utan banaslys)000
Fjöldi skráðra vinnutengdra slysa (sjá sundurliðun)605766
þar af karlar313742
þar af konur292024
Hlutfall skráðra vinnutengdra slysa per 200.000 vinnustundur5,14,65,7

Fjöldi skráðra vinnutengdra slysa GRI 403-9

fjöldi
Bak 10
Hendur 11
Höfuð 2
Fætur 13
Augu 2
Hálku 9
Fall á jafnsléttu 5
Fall úr hæð 0
Fall í tröppum 3
Bleyta á gólfi 1
Líkamsárás 1
Bílslys 3
Hjólaslys 0

Isavia er með vöktunaráætlun heilsufarsþátta í flugstöðinni þar sem staðir sem hafa verið taldir sérstaklega viðkvæmir eftir áhættumat eru skoðaðir út frá hávaða, loftgæðum og titring.

Skráningar á slysum og næstum því slysum fer fram í gegnum innri vef Isavia og fyrir utanaðkomandi aðila á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Starfsfólk Isavia ber skylda til þess að tilkynna öll atvik sem koma upp hvort sem það eru slys, næstum slys, hættur eða tækifæri til úrbóta. Vinnuverndarfulltrúi sér um að halda utan um þessi atvik og tilkynna þeim sem bera ábyrgð á úrbótum eftir því sem við á. Skilgreint hefur verið verklag vegna rótargreiningu atvika byggt á 5why‘s aðferðafræðinni. Með því er reynt að komast að rót vandans svo hægt sé að bregðast við og koma í veg fyrir að atvik endurtaki sig. Starfsfólki Isavia er skylt að tilkynna slys og er verndað fyrir ávítum þegar það tilkynnir slys, næstum slys, hættur eða tækifæri til úrbóta.

Isavia notar S5 til að halda utan um öll frávik og úrbótatækifæri tengdum vinnuvernd. S5 er úttektargrunnur Isavia og er einnig notaður fyrir allar innri úttektir.  Stjórnkerfið er hluti af innri úttektum Isavia og er tekið út einu sinni á ári auk þess sem að árleg úttekt fer einnig fram frá utanaðkomandi aðila vegna ISO45001 vottunarinnar.

Framkvæmdastjórar sviða bera ábyrgð á því að setja markmið fyrir hvert svið fyrir sig. Markmiðin eiga að styðja við vinnuverndarstefnu Isavia og bera þeir ábyrgð á að markmið og aðgerðaáætlun sé kynnt fyrir starfsmönnum að minnsta kosti árleg. Þeir bera einnig ábyrgð á að tryggja að nægar auðlindir séu til staðar til að framfylgja markmiðum og deila verkefnum og ábyrgð til millistjórnenda.

Öryggisvika

Árleg öryggisvika Isavia var haldin í október þar sem boðið var uppá fjölbreytta viðburði til að efla þekkingu og vitund varðandi öryggismál. Stjórnendur og aðrir starfsmenn tóku virkan þátt á starfstöðvum Isavia um allt land. Meðal annars var boðið uppá sérstaklega vinsælan viðburð, svokallaða FOD (Foreign Object Debris) göngu þar sem gengið er um hlað og flugbrautir til að tryggja að engir óæskilegir hlutir sem skapað geta mikla hættu séu til staðar á svæðinu. Einnig var boðið uppá ýmsa fyrirlestra á starfstöðvum og innri vef Isavia s.s um þreytustjórnun, brautarátroðning, aðskilnaðarmissi og sanngirnisstefnu (just culture) svo eitthvað sé nefnt. Þátttaka á þeim viðburðum sem haldnir voru var mjög góð enda er öryggi mjög mikilvægur hluti af starfi starfsfólks Isavia.

Mikilvægt er fyrir Isavia að sinna þessum málaflokki vel því atvik sem geta komið upp geta haft víðtæk neikvæð áhrif á félagið auk þess sem að markmið allra sem starfa hjá Isavia eða á starfstöðvum þess er að koma heil heim að vinnu lokinni.

Hvað telst vera vökvi?

Upplýsingaöryggi

Isavia hefur markað sér stefnu um öryggi upplýsinga þar sem áherslum félagsins á verndun og meðhöndlun upplýsinga þ.m.t persónuupplýsinga er lýst. Stefnan nær til allra upplýsingaverðmæta og starfsemi félagsins óháð á hvaða formi upplýsingarnar eru varðveittar. Stefnan nær einnig til allra upplýsingaverðmæta þriðja aðila sem Isavia hefur í vörslu einni og/eða félagið hefur falið öðrum að sjá um í sínu nafni. Isavia fylgir viðmiðum öryggisstaðalsins ÍST EN ISO/IEC 27001:2017 og stuðlar að öryggi upplýsingaverðmæta með formföstu verklagi í upplýsingaöryggishandbók og gæðahandbók, sem styður við samfelldan rekstur og lágmarkar rekstraráhættu. Stefnan var sett árið 2018 og er endurskoðuð árlega, nú síðast þann 10.september 2019 og samþykkt af forstjóra.

Í allri starfsemi Isavia þarf að hafa í huga við dagleg störf hvaða persónuupplýsingar verið er að meðhöndla og hvernig þær skuli varðveittar. Isavia og dótturfélög tileinka sér góða starfshætti og innleiða persónuvernd í starfsemi sína svo hún sé hluti af daglegu starfi sem m.a. felur í sér að halda vinnsluskrá, gera vinnslusamninga, uppfæra og/eða skjalfesta verkferli um meðhöndlun persónuupplýsinga, fræða einstaklinga um vinnslu persónuupplýsinga þeirra, tilkynna öryggisbresti, framkvæma áhættumat til að meta áhrif á persónuvernd, verða við beiðnum einstaklinga um rétt sinn ásamt því að fræða starfsfólk um persónuvernd.

Isavia metur stjórnkerfi persónuverndar með því að framkvæma innri úttektir sem einnig er hluti af gæðakerfi félagsins. Þá fer fram rýni stjórnenda á stjórnkerfi, niðurstöðum úttekta og viðbrögðum við öryggisbrestum fram a.m.k einu sinni á ári. Starfsfólk og hagaðilar hafa tækifæri til að koma ábendingum á framfæri til persónuverndarfulltrúa og er fyllsta trúnaðar gætt. Ábendingar eru teknar til greina og nýttar til úrbóta á stjórnkerfinu. Þá nýtir Isavia niðurstöður frá eftirlitsstofnun um persónuvernd bæði sem tækifæri til úrbóta og viðurkenningu á virkni stjórnkerfisins.

Hjá Isavia eru til staðar virkar öryggisráðstafanir til að hamla það að öryggisbrestir muni eiga sér stað. Brugðist er við öryggisbrestum samstundis og þeir uppgötvast eða eru tilkynntir með því að setja viðeigandi ráðstafanir af stað. Við lok rannsóknar eru ávallt lagðar til úrbætur sem unnið er að með það að markmiði að efla öryggisráðstafanir félagsins.

Engar kvartanir hafa borist Isavia frá eftirlitsstofnunum. Þrjár rökstuddar kvartanir varðandi brot á persónuvernd viðskiptavina hafa ýmist borist Isavia eða uppgötvast innanhúss.

Tvenns konar árásir voru framkvæmdar samtímis á vefsíðu Isavia með það að markmiði að valda rekstrartruflunum fyrir notendur vefsins. Truflunin varði í stuttan tíma. Brugðist var samstundis við öryggisbrestinum með viðeigandi ráðstöfunum. Við nánari rannsókn kom í ljós að engin gögn töpuðust og að bresturinn hafði ekki áhrif á réttindi og frelsi einstaklinga.

Svikapóstur var sendur á starfsfólk Isavia og brugðist var samstundis við með viðeigandi ráðstöfunum. Rannsókn leiddi í ljós að starfsmaður hafði gefið upp notendanafn og lykilorð og hafði tölvupóstur úr pósthólfi viðkomandi starfsmanns verið sendur á hóp af tengiliðum og því um öryggisbrest að ræða. Ekki var talið að bresturinn hefði áhrif á rétttindi og frelsi einstaklinga en þar sem um var að ræða aðgang að persónugreinanlegum upplýsingum var bresturinn tilkynntur til Persónuverndar, en þá var bresturinn einnig tilkynntur til lögreglu.

Isavia fékk ábendingu frá viðskiptavini um að verið væri að eiga við þráðlaust internet í flugstöðinni sem stendur viðskiptavinum til boða. Viðeigandi öryggisráðstafanir eru til staðar og leiddi rannsókn á ábendingu í ljós að engin merki voru um innbrot á þráðlausa netið. Öryggisbresturinn hafði engin áhrif á réttindi og frelsi einstaklinga, engin göng töpuðust og engin truflandi áhrif voru á þjónustu flugvallarins.