Flugveður

Isavia hefur umsjón með veðurathugunum á flestum flugvöllum landsins. Starfsmenn Isavia eða skilgreindir undirverktakar sjá um þessa þjónustu sem felst ýmist í gerð og dreifingu reglulegra veðurskeyta eða veðurupplýsingum samkvæmt beiðni. Á nokkrum stöðum er hægt að hringja í sjálfvirkar veðurstöðvar á flugvöllunum eða í nágrenni þeirra. Í Keflavík og Reykjavík eru útbúin sérstök skeyti sem dreift er í flugvallarútvarpi staðarins ATIS.

Símanúmer stöðvanna eru:

Keflavík - ATIS

D-ATIS þjónusta tiltæk flugvélum með ACARS búnað.

425 6101
Reykjavík - ATIS 424 4225
Vestmannaeyjar 481 3622
Hornafjörður 478 1622
Ísafjörður (Arnarnes) 456 3122

 

Isavia rekur einnig veðurupplýsingakerfi á flestum flugvöllum í sinni umsjá. Á ákveðnum flugvöllum er hægt að skoða það sem hér greinir:

Keflavíkurflugvöllur BIKF

Rauntímamælingar frá öllum veðurmælitækjum.

Reykjavíkurflugvöllur, BIRK

Rauntímamælingar frá öllum veðurmælitækjum.

Akureyrarflugvöllur, BIAR

Rauntímamælingar frá öllum veðurmælitækjum.

Egilsstaðaflugvöllur, BIEG

Rauntímamælingar frá öllum veðurmælitækjum.

Sandskeiðsflugvöllur, BISS

Rauntímamælingar frá öllum veðurmælitækjum.

Vestmannaeyjaflugvöllur, BIVM

Rauntímamælingar frá öllum veðurmælitækjum. Sjálfvirkar veðurathuganir AUTO METAR, unnar úr upplýsingum frá sérstakri veðurstöð sem staðsett er nálægt miðju flugvallarins.

Ísafjarðarflugvöllur, BIIS

Rauntímamælingar frá öllum mælitækjum. Sjálfvirkar veðurathuganir sem unnar eru úr mælingum frá veðurstöð í Arnarnesi við Ísafjarðardjúp, um 6 km norðaustur af Ísafjarðarflugvelli.

 

Isavia undirstrikar eftirfarandi vegna opinberrar birtingar á veðurupplýsingum frá flugvöllum:

Ofantalin gögn eru eingöngu ætluð sem ítarefni við þær veðurupplýsingar sem gefnar eru út frá tilgreindum flugvöllum, eins og METAR og SPECI,  en koma alls ekki í staðinn fyrir þær.

Athuga ber að öll gögnin eru óyfirfarin rauntímagögn og ábyrgist Isavia ekki að þau séu ávallt aðgengileg og uppfærð.

Mæligildi eiga að uppfærast sjálfvirkt á tveggja mínútna fresti.

Veðurathuganir úr veðurstöðvum eiga að uppfærast sjálfvirkt á hálftíma fresti.

Aukalegar sjálfvirkar veðurathuganir birtast við skyndileg veðrabrigði sem fara yfir ákveðin mörk.

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Isavia gullmerki PWC Tern Systems Fríhöfnin