Farangur

Almennar upplýsingar um frágang og merkingu farangurs

Flutningsaðili má neita fólki að ferðast með meira en reglur um almennan farangur segja til um. Því er mjög mikilvægt að tilkynna flutningsaðila fyrirfram ef áætlað er að ferðast með umframfarangur. Hægt er að taka frá rými fyrir rúmfrekan farangur í farmrými vélarinnar.

Innritaður farangur

Innritaður farangur er sá farangur sem er innritaður hjá flugrekendum og fer í farmrými flugvélar. Þegar pakkað er niður fyrir ferðalag ætti að hafa í huga að snyrtitöskum, tannkremi, hárvörum, ilmvatnsglösum, kremi, rakspíra, svitalyktareyði, sápum, raksápu og öðrum sambærilegum hlutum er best fyrir komið í innrituðum farangri.

Hlutum sem ekki eru leyfðir í handfarangri skal pakka með innritunarfarangri. Oddkvassir hlutir eins og skæri, naglaþjalir og vasahnífar verða að fara í innritaðan farangur. Ef slíkir hlutir finnast í handfarangri við öryggisskoðun er farþeganum undantekningarlaust meinað að halda áfram með hlutinn í gegnum öryggishlið.

Frágangur og merking á farangri

Allur farangur sem innrita skal verður að vera vel frágenginn í ferðatöskum eða traustum kössum til að tryggja öruggan flutning og meðhöndlun. Hann skal einnig vera nógu sterkur til að standast þrýsting við venjulega farangurshleðslu.

Forðist að pakka verðmætum, brothættum eða viðkvæmum hlutum í innritaðan farangur.

Vinsamlega fjarlægið gamlar farangursmerkingar frá fyrri ferðum. Hver einstök taska eða kassi verður að vera vel merktur innan sem utan með nafni farþega og áfangastað.

Að neðan eru tenglar á upplýsingar nokkurra flugfélaga um mörk á farangri og fleira:

Icelandair - Spurt & svarað

WOW air - algengar spurningar

SAS

EasyJet

Norwegian

Handfarangur

Á vef Samgöngustofu er að finna reglur um handfarangur. 

Farangurstryggingar

Vegna takmarkana á ábyrgð sem tekin er á farangri mælum við með að farþegar tryggi farangur sinn.

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Isavia gullmerki PWC Tern Systems Fríhöfnin