Flugvernd

Tilgangur flugverndar er að stuðla að auknu öryggi í flugi með viðeigandi ráðstöfunum til að koma í veg fyrir ólöglegar aðgerðir sem beinast gegn almenningsflugi.
 
Meginþættir flugverndar eru til dæmis aðgangsstjórnun, vopna- og öryggisleit á farþegum, starfsmönnum og hlutum sem þeir kunna að bera með sér, eftirlit með girðingum, byggingum og þess háttar ráðstafanir. Framkvæmd flugverndar er í höndum sérþjálfaðra starfsmanna sem hljóta sína þjálfun samkvæmt þjálfunaráætlun Íslands.
 
Mikilvægt er að flugverndarþjálfun og flugverndarvitund allra flugvallarstarfsmanna sé vel við haldið og sé regluleg þannig að allir starfsmenn geti verið hluti af öryggiskeðju flugvallarins.

Reglugerð um flugvernd er að finna hér.

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Isavia gullmerki PWC Tern Systems Fríhöfnin