Langar þig að læra að stjórna flugumferð?

Isavia annast rekstur íslensku flugleiðsöguþjónustunnar og er eini starfsvettvangur flugumferðastjóra á Íslandi. Flugumferðarstjórar stýra flugumferð á flugvöllum á Íslandi og í íslenska flugstjórnarsvæðinu sem er 5,4 milljónir ferkílómetrar að stærð og eitt það stærsta í heiminum. Isavia og forverar þess hafa jafnan annast alla þjálfun flugumferðarstjóra en áætlað er að þjálfa þurfi að meðaltali sex nýja flugumferðarstjóra árlega næstu árin.

Sjá kynningarmyndbönd um nám í flugumferðarstjórn og flugumferðarstarfsemi hjá Isavia og Tern:

Til þess að hefja nám í flugumferðarstjórn þurfa einstaklingar:

  • Að hafa náð 18 ára aldri
  • Lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi.
  • Tala og rita góða íslensku og ensku.
  • Að vera góðir í mannlegum samskiptum
  • Að vera sjálfstæðir í vinnubrögðum.
  • Að standast læknisskoðun skv. reglugerð um skírteini flugumferðarstjóra.

Hæfir umsækjendur verða boðaðir í inntökupróf. Sérstök athygli er vakin á því að nemar sem teknir verða inn í grunnnám í flugumferðarstjórn hjá Isavia munu ekki greiða skólagjöld.

Lokað hefur fyrir umsóknir fyrir næsta námstímabil. Ef þú hefur áhuga á að fá tilkynningu þegar opnað verður aftur fyrir umsóknir smelltu þá hér.

Upplýsingar um námið veitir Jóhann Wium johann.wium@isavia.is

 

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Isavia gullmerki PWC Tern Systems Fríhöfnin