Tengt efni

Myndir af flugvöllum

Hér að neðan má sjá loftmyndir af öllum áætlunarflugvöllum Isavia.

 

Flugvellir

FERÐALAGIÐ BYRJAR HÉR

Isavia annast rekstur og uppbyggingu allra flugvalla á Íslandi. Fyrirtækið leggur áherslu á að gera upplifun flugfarþega sem besta með því að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu og aðstöðu.

Rekstur íslenskra flugvalla felur í sér margþætta starfsemi. Tryggja þarf að flugbrautir, flughlöð, flugstöðvar og allur búnaður flugvallanna séu í fullkomnu lagi. Öryggismál, innra eftirlit, hönnun og framkvæmdir á ýmsum sviðum auk flugleiðsögu eru stór hluti þeirrar starfsemi.

Stærsti flugvöllurinn sem Isavia rekur er Keflavíkurflugvöllur, miðstöð millilandaflugs á Íslandi. Næst stærsti flugvöllurinn er Reykjavíkurflugvöllur, miðstöð innanlandsflugs á Íslandi. Keflavíkurflugvöllur er búinn fullkomnum tækjum og þjónar öllum flugvélategundum. Þjónusta í flugstöðinni er framúrskarandi samkvæmt könnun sem samtökin Airports Council International gerðu meðal flugfarþega í mars 2008. Flugstöðin er rómuð fyrir þægilega staðsetningu í miðju Atlantshafi og lenti í fyrsta sæti fyrir þægindi við að skipta um flug sem og aðgengi að verslunum og bankaþjónustu, í þriðja sæti fyrir öryggi og var almennt valin fimmta besta flugstöð í heimi í flokki flugstöðva með færri en fimm milljónir farþega.

 

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Isavia gullmerki PWC Tern Systems Fríhöfnin