Fréttir

Allar líkur á því að bílastæðin við Keflavíkurflugvöll fyllist um páskana
16 mar. 2018
Isavia gerir ráð fyrir því að bílastæði við Keflavíkurflugvöll muni fyllast um páskana líkt og gerðist á sama tíma fyrir ári síðan. Vinsælt er meðal Íslendinga að leggja land undir fót í páskafríinu og hvetur Isavia þá farþega til að bóka bílastæði við flugvöllinn fyrir brottför til að forðast það ...
Isavia styður við barna- og unglingastarf í Reykjanesbæ
14 mar. 2018
Styrktarsjóður Isavia veitti á dögunum styrki til barna- og unglingastarfs Íþróttabandalags Reykjanesbæjar (ÍRB). Styrkjunum er ætlað að styðja við allar greinar íþrótta og stuðla að auknum möguleikum barna- og unglinga til að stunda sínar íþróttir og fara í nauðsynlegar æfinga og keppnisferðir.
Ljósakerfið á Keflavíkurflugvelli virkjað til listsköpunar
12 mar. 2018
Isavia hefur boðið listamanninum og sýningarstjóranum Kristínu Scheving að setja upp röð sýninga á alþjóðaflugvellinum í Keflavík þar sem ljósakerfið í aðalbyggingu flugstöðvarinnar er virkjað í samtali við vídeóverk í miðrými byggingarinnar.
Kínversk farþegaþota í hliðarvindsprófunum
09 mar. 2018
Nýjasta farþegaþota kínverska flugvélaframleiðandans COMAC er komin til hliðarvindsprófana á Keflavíkurflugvelli. Þotan er af gerðinni ARJ21 og er sú fyrsta sem er hönnuð og smíðuð af Kínverjum. Hún verður hér á landi í nokkrar vikur í flugprófunum.
Stækkuð suðurbygging Keflavíkurflugvallar vígð
07 mar. 2018
Fjöldi gesta var viðstaddur vígslu á stækkaðri suðurbyggingu Keflavíkurflugvallar til norðurs fimmtudaginn 1. mars síðastliðinn. Stækkunin nemur um 7000 fermetrum. Framkvæmdirnar hófust árið 2016 og hefur nýja svæðið verið tekið í gagnið í áföngum frá því í maí í fyrra.
Framvísa þarf brottfararspjaldi við verslun á Keflavíkurflugvelli
02 mar. 2018
Þann 1. mars 2018 tóku gildi breyttar reglur, að kröfu Tollstjóra, um framvísun brottfararspjalda við kaup í verslunum og veitingastöðum á brottfararsvæði á Keflavíkurflugvelli.
Bókanir á bílastæðum við Keflavíkurflugvöll fara vel af stað
02 mar. 2018
Þann 1. mars tók Isavia í gagnið nýja gjaldskrá við langtímastæði við Flugstöð Leifs Eiríkssonar en nýlega var tekið í notkun nýtt bókunarkerfi á vef flugvallarins til að panta bílastæði fram í tímann. Á sama tíma mun gjald við hlið hækka en hægt verður að fá bílastæði á betri kjörum en áður ef bók...
Fjárfestingarbanki Evrópu lánar til uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli
28 feb. 2018
Isavia hefur tryggt sér 12,5 milljarða króna lán frá Fjárfestingarbanki Evrópu. Fjármagnið verður nýtt til endurnýjunar á núverandi mannvirkjum og til afkastaaukningar á Keflavíkurflugvelli til þess að mæta auknum fjölda farþega.
Isavia styrkir RKÍ um kaup á fjöldahjálparkerrum
23 feb. 2018
Isavia og Rauði krossinn á Íslandi hafa gert með sér samstarfssamning um kaup á að minnsta kosti sjö fjöldahjálparkerrum sem staðsettar verða í öllum landshlutum.
Undirbúningur vegna nýrrar persónuverndarlöggjafar í fullum gangi
21 feb. 2018
Isavia hefur síðan frá því vorið 2017 unnið að undirbúningi vegna nýrrar löggjafar um vernd persónuupplýsinga á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) sem tekur gildi hér á landi í maí 2018. Verkefnishópur vinnur að undirbúningi hjá Isavia og dótturfélögum, auk þess sem skipaður hefur verið sérstakur pers...

« Prev 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 Next »

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Isavia gullmerki PWC Tern Systems Fríhöfnin