Fréttir

Óhapp við lendingu í Keflavík – engin slys á fólki
28 apr. 2017
Um kl. 17:20 í dag rann flugvél frá flugfélaginu Primera Air út af brautarenda brautar 19 í lendingu á Keflavíkurflugvelli. Engin slys urðu á fólki og litlar skemmdir á flugvélinni sjálfri. Ekki er ljóst hvað olli þessu óhappi en Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar nú atvikið. Vegna óhappsins v...
Bílastæðin eru opin – nóg af lausum stæðum
19 apr. 2017
Yfir páskana kom upp óvæntur skortur á bílastæðum við Keflavíkurflugvöll vegna þess hve margir Íslendingar voru á faraldsfæti. Við viljum benda ferðalöngum á að nú eru flestir komnir til landsins aftur og því nóg af lausum stæðum við flugvöllinn.
Finnair hefur flug til Helsinki
12 apr. 2017
Finnair hóf í gær flug milli Helsinki og Keflavíkurflugvallar. Flogið verður allt árið, fimm sinnum í viku yfir sumartímann og þrisvar sinnum í viku yfir vetrartímann. Frá Helsinki flýgur Finnair til 18 áfangastaða í Asíu og mun flugið því bæta mjög tengingar á milli Íslands og Asíu.
Nýjung á Keflavíkurflugvelli: Tímabundið verslunar- og veitingarými
10 apr. 2017
Isavia kynnir nú þá nýjung á Keflavíkurflugvelli að bjóða upp á tímabundið verslunar- og veitingarými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Fyrirkomulagið er þekkt á flugvöllum erlendis og gengur yfirleitt undir nafninu „Pop-Up“ rými. Nú fyrir sumarið 2017 er auglýst eftir aðilum til þess að reka veitingas...
Isavia setur upp sjö söguskilti um herminjar í Öskjuhlíð og Nauthólsvík
28 mar. 2017
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia afhjúpuðu í gær sjö glæsileg söguskilti sem sett hafa verið upp við merkar herminjar í Öskjuhlíð og Nauthólsvík. Skiltin eru samstarfsverkefni Isavia og Reykjavíkurborgar en Friðþór Eydal starfsmaður Isavia vann texta og safnað...
Áframhaldandi góð afkoma af rekstri Isavia
23 mar. 2017
Ársreikningur Isavia fyrir árið 2016 var samþykktur á aðalfundi félagsins í dag. Tekjur félagsins námu 33 milljörðum króna sem er 27% aukning á milli ára. Er þetta mesta tekjuaukning frá stofnun félagsins og má að mestu leyti rekja hana til fjölgunar farþega á Keflavíkurflugvelli. Farþegum um Kefla...
Þúsund farþegar hafa nýtt sér beint flug til Akureyrar
23 mar. 2017
Í gær fór þúsundasti farþeginn með beinu flugi Flugfélags Íslands á milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar. Hinn heppni farþegi var Finnbogi Jónsson. Eiginkona Finnboga er sendiherra Íslands í Mokvu og búa þau þar en Finnbogi var á ferð til Íslands vegna vinnu. Starfsfólk Isavia tók vel á móti Fin...
Isavia úthlutar styrkjum úr samfélagssjóði
21 mar. 2017
Isavia hefur úthlutað styrkjum til ellefu verkefna úr samfélagssjóði sínum. Verkefnin eru af fjölbreyttum toga en við val á styrkþegum er áhersla er lögð á umhverfismál, mannúðarmál, forvarnir, flugtengd málefni, listir, menningu og menntamál. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári og ætíð berst nokk...
Sjálfvirk landamærahlið á Keflavíkurflugvelli í sumar
17 mar. 2017
Isavia skrifaði á dögunum undir samning við fyrirtækið secunet um uppsetningu sjálfvirkra landamærahliða á Keflavíkurflugvelli. Samningurinn er gerður að undangengnu útboði og í góðu samstarfi við ríkislögreglustjóra og lögreglustjórann á Suðurnesjum, en landamæraeftirlit á Keflavíkurflugvelli er f...
Útboð á ræstiþjónustu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
14 mar. 2017
Kynningarfundur vegna fyrirhugaðs útboðs á ræstiþjónustu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar verður haldinn í skrifstofum Isavia á Keflavíkurflugvelli á þriðju hæð flugstöðvarinnar, fimmtudaginn 16. mars kl. 13:00.

« Prev 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 Next »

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Isavia gullmerki PWC Tern Systems Fríhöfnin