Fréttir

Innanlandsflug á tímamótum – morgunverðarfundur Isavia
16 jan. 2018
Innanlandsflug mikilvægt fyrir byggðir landsins. Núverandi kerfi innanlandsflugs er komið að þolmörkum vegna þess að fjármagn hefur verið skorið niður. Staða þjónustusamninga er ekki ásættanleg fyrir Isavia og breyta þarf rekstrarformi og gera flugvelli fjárhagslega sjálfbærar einingar.
Bein útsending - Morgunfundur um framtíð innanlandsflugs
15 jan. 2018
Isavia býður til morgunfundar um framtíð innanlandsflugs á Íslandi þann 16. janúar kl 8:30 - 10:00 á Hótel Reykjavík Natura. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á isavia.is. Á fundinum verður fjallað um mikilvægi innanlandsflugs sem hluta af almenningssamgöngukerfinu. Spurt er hvort núverandi ...
Beint flug frá Bretlandi til Akureyrar
12 jan. 2018
185 ferðamenn komu til Akureyrar með beinu flugi frá Cardiff í Wales í morgun. Í beinu framhaldi fór hópur ferðamanna frá Akureyrir í beinu flugi með sömu vél til Edinborgar í Skotlandi. Flugferðirnar eru á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break sem áætlar að fara 13 ferðir til viðbótar í vet...
Samið um vöktunarflug yfir eldstöðvar í jöklum
29 des. 2017
Flugleiðsögusvið Isavia og Raunvísindastofnun Háskóla Íslands/Jarðvísindastofnun hafa gert með sér samning um að flugvél Isavia, TF-FMS, verði notuð í vöktunarflug vegna eftirlits með eldstöðvum í jöklum.
Wizz Air hefur flug milli Íslands og London
20 des. 2017
Ungverska flugfélagið Wizz Air tilkynnti í dag um nýja flugleið milli Keflavíkurflugvallar og Luton flugvallar í Lundúnum. Flugið hefst í apríl 2018 og verður til að byrja með fjórum sinnum í viku en frá september hyggst félagið fljúga daglega. Með Wizz verða því fimm flugfélög sem fljúga að sumri ...
Keflavíkurflugvöllur í 8. sæti í alþjóðlegri ánægjumælingu
14 des. 2017
Keflavíkurflugvöllur er með áttundu ánægðustu farþega heims samkvæmt mælingum með Happy or Not stöndum svonefndum, sem eru ánægjumælingartól. Standarnir eru víðsvegar í flugvallarbyggingunni og notaðir til að greina sveiflur í þjónustu og upplifun ferðafólks niður á hvern klukkutíma dagsins.
Isavia hlaut hvatningarviðurkenningu í loftslagsmálum
08 des. 2017
Isavia hlaut í dag hvatningarviðurkenningu í loftslagsmálum frá Reykjavíkurborg og Festu. Viðurkenningin var veitt í fyrsta sinn í morgun. Telja borgin og Festa að Isavia hafi sett sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum.
Gjaldtaka á stæðum fyrir hópbifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar
01 des. 2017
Isavia mun hefja gjaldtöku á stæðum fyrir hópferðabifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 1. mars næstkomandi. Um er að ræða stæði fyrir þau hópferðarfyrirtæki sem greiða ekki nú þegar fyrir aðstöðu. Þetta er í takt við þá stefnu Isavia að tekjur af hverju svæði í umferðarskipulagi standi und...
Guðjón Helgason nýr upplýsingafulltrúi Isavia
01 des. 2017
Guðjón Helgason hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Isavia. Hann tekur við starfinu af Guðna Sigurðssyni sem gengt hefur starfinu frá því í maí 2015, en hann hefur ákveðið að hefja nám í háskóla erlendis á næstunni.
Yfir 10 milljónir farþega munu ferðast um Keflavíkurflugvöll árið 2018
28 nóv. 2017
Á árlegum morgunfundi Isavia sem haldin var á Hilton Nordica í morgun var kynnt ný spá um farþegafjölda fyrir Keflavíkurflugvöll árið 2018. Þá var Dr. Huginn Freyr Þorsteinsson með erindi um hvaða áhrif það hefur fyrir Ísland að Keflavíkurflugvöllur er skiptistöð milli heimsálfa auk þess sem Ásta K...

« Prev 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 Next »

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Isavia gullmerki PWC Tern Systems Fríhöfnin