American Airlines hefur flug til Keflavíkurflugvallar

15.11.2017 09:03

Bandaríska flugfélagið American Airlines mun hefja flug milli Dallas og Keflavíkurflugvallar næsta sumar. Fyrsta flugið verður 7. júní 2018 og verður flogið alla daga vikunnar á 176 sæta Boeing 757-200 flugvélum. 
 
Lagt verður af stað klukkan 8:20 að morgni í Dallas og lent klukkan 9:15 að íslenskum tíma (næsta dag) á Keflavíkurflugvelli. Frá Keflavíkurflugvelli verður lagt af stað klukkan 11:10 að morgni og lent í Dallas klukkan 14:50 að staðartíma. 
 

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Isavia gullmerki PWC Tern Systems Fríhöfnin