Hoppa yfir valmynd
12.6.2017
Hljóðmælingar við Keflavíkurflugvöll

Hljóðmælingar við Keflavíkurflugvöll

Á íbúafundi sem Isavia hélt í Reykjanesbæ 17. maí síðastliðinn var meðal annars kynnt hljóðmælingakerfi sem verið er að setja upp á Keflavíkurflugvelli. Mælingarnar verða opnar almenningi á vef Isavia og þannig munu íbúar betur geta fylgst með hljóðstigi frá flugumferð og gert betur grein fyrir því í ábendingum hvaða flug skapa ónæði. Kerfið er sett upp af danska fyrirtækinu Brüel & Kjær og hefur verið unnið að því um nokkurra mánaða skeið. Nú hefur fyrsti fasi kerfisins verið settur í loftið og þar er unnt að sjá hljóðmælingar frá einum mælanna í rauntíma, en í fasa tvö verða flugupplýsingar tengdar við hljóðmælingarnar. Tenging við flugupplýsingar hefur tafist í forritun en búist er við að þær verði komnar inn í byrjun júlí.