Hoppa yfir valmynd
12.5.2017
Listaverk eftir Erró afhjúpað í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Listaverk eftir Erró afhjúpað í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Margrét Guðmundsdóttir varaformaður stjórnar Isavia afhjúpaði á dögunum nýtt og glæsilegt listaverk eftir Erró í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Verkið ber nafnið Silver Sabler og er veggverk úr handmáluðum keramikflísum. Verkið er eftirmynd málverks frá árinu 1999 með sama nafni en hefur verið stækkað upp í keramikmynd sem er 11 metra breið og 4,5 metra há.

Um verkið er meðal annars sagt: „Verkið fjallar öðrum þræði um goðsagnir háloftanna, rótleysi nútímamannsins og flugstöðina sem vettvang ævintýranna.“

Verkið bætist í hóp glæsilegra listaverka sem staðsett eru í flugstöðinni og gleðja ferðamenn á för sinni um flugvöllinn. Verkin hafa oft verið sett upp við hátíðleg tilefni og tilefnið fyrir uppsetningu verksins eftir Erró er 30 ára afmæli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Verkið er staðsett í aðalbyggingu flugstöðvarinnar við fjölfarinn

 

Önnur verk á farþegasvæði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar:

Glerverkin Flugþrá og Íkarus eftir Leif Breiðfjörð – sett upp þegar flugstöðin opnaði árið 1987.

Bronsafsteypan Ég bið að heilsa eftir Sigurjón Ólafsson – sett upp stuttu eftir opnun flugstöðvarinnar eða  árið 1988.

Lágmynd af styttunni af Leifi Eiríkssyni sem stendur á Skólavörðuholtinu – sett upp þegar flugstöðin opnaði árið 1987.

Þotuhreiður eftir Magnús Tómasson – sett upp árið 1990 í kjölfar samkeppni sem haldin var stuttu eftir að flugstöðin opnaði.

Regnboginn eftir Rúrí – sett upp árið 1991 í kjölfar samkeppni sem haldin var stuttu eftir að flugstöðin opnaði.

Flekaskil og Tilvísunarpunktur eftir Kristján Guðmundsson. Sett upp í kjölfar listaverkasamkeppni sem haldin var við byggingu suðurbyggingar flugstöðvarinnar sem opnaði árið 2001.

Áttir eftir Steinunni Þórarinsdóttur – sett upp árið 2007 í tilefni af 20 ára afmæli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.

 

Nánari upplýsingar um listaverk í Flugstöð Leifs Eiríkssonar má finna hér: