Hoppa yfir valmynd
21.2.2018
Undirbúningur vegna nýrrar persónuverndarlöggjafar í fullum gangi

Undirbúningur vegna nýrrar persónuverndarlöggjafar í fullum gangi

Isavia hefur síðan frá því vorið 2017 unnið að undirbúningi vegna nýrrar löggjafar um vernd persónuupplýsinga á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) sem tekur gildi hér á landi í maí 2018.  Verkefnishópur vinnur að undirbúningi hjá Isavia og dótturfélögum, auk þess sem skipaður hefur verið sérstakur persónuverndarfulltrúi. 
 
Löggjöfin felur í sér talsverðar breytingar frá því sem áður var. Settar eru strangari reglur um söfnun, vinnslu og varðveislu persónuupplýsinga sem öll fyrirtæki, stofnanir og aðrir sem vinna með persónuupplýsingar einstaklinga verða að fylgja. Þetta geta t.d. verið persónuupplýsingar um viðskiptavini, notendur hugbúnaðar, nemendur og starfsfólk. Löggjöfin miðar að því að auka vernd einstaklinga og færa þeim aukinn ákvörðunarrétt yfir persónuupplýsingum um sig. Þannig eru gerðar auknar kröfur til samþykkis einstaklings fyrir vinnslu persónuupplýsinga um hann og réttur hans til aðgangs að upplýsingum um sig auknar.
 
Persónuverndarfulltrúi hefur það hlutverk að greiða fyrir innleiðingu persónuverndarlöggjafarinnar auk þess að vera tengiliður við og veita upplýsingar til þeirra sem hagsmuna eiga að gæta (s.s. Persónuverndar, einstaklinga sem upplýsingar eru skráðar um (hinna skráðu) og innan fyrirtækisins).  Allar fyrirspurnir til persónuverndarfulltrúa eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Netfang hans er [email protected]