Útboð á ræstiþjónustu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

14.03.2017 11:08

Kynningarfundur vegna fyrirhugaðs útboðs á ræstiþjónustu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar verður haldinn í skrifstofum Isavia á Keflavíkurflugvelli á þriðju hæð flugstöðvarinnar, fimmtudaginn 16. mars kl. 13:00.
 
Útboðið byggir á ÍST INSTA 800:2010 gæðastaðlinum, sem inniheldur kerfi til að ákvarða, meta og stýra gæðum ræstinga.
 
Við hvetjum áhugasama þátttakendur í útboðinu til að mæta á fundinn.
 
Nánari upplýsingar í síma 425 6000 eða með tölvupósti á innkaup@isavia.is.
 

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Isavia gullmerki PWC Tern Systems Fríhöfnin