Fréttir

Isavia kyrrsetur flugvél Air Berlin vegna vangreiddra gjalda
19 okt. 2017
Isavia kyrrsetti í kvöld flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli vegna notendagjalda sem eru í vanskilum sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar Air Berlin. Isavia hefur heimildir í loftferðalögum til þess að kyrrsetja loftför svo tryggja megi greiðslu vangoldinna gjalda, og hefur því úrræði veri...
Sjö milljónasti farþeginn fór um Keflavíkurflugvöll
16 okt. 2017
Starfsfólk Isavia fagnaði á dögunum sjö milljónasta farþeganum sem fór um Keflavíkurflugvöll í ár er hann kom til landsins frá Belfast með Easy Jet. Þau heppnu voru Chris og Joanne Bradley og voru þau leyst út með gjöfum af verslunarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli, nánar tiltekið með vörum frá Bláa L...
Flugskýli 3 á Reykjavíkurflugvelli til leigu
13 okt. 2017
Isavia óskar eftir tilboðum í leigu á Skýli 3 á Reykjavíkurflugvelli. Skýlið er 2.770 m2 og 27.700 m3 að stærð. Fyrir framan skýlið er 1500 m2 flughlað. Skýlið er eingöngu ætlað í flugtengda starfsemi.
Bandaríska strandgæslan veitir viðurkenningar vegna skútubjörgunar
12 okt. 2017
Charles D. Michel, aðmíráll og næstæðsti yfirmaður bandarísku strandgæslunnar, sæmdi í morgun skipverja á Árna Friðrikssyni, rannsóknaskipi Hafrannsóknastofnunar, áhöfn flugvélar Isavia, TF-FMS, og starfsmenn í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar viðurkenningu fyrir þátt þeirra í að bjarga áhöfn bandarí...
Kerfisbundin skoðun á ferðaskilríkjum
09 okt. 2017
Farþegar um Keflavíkurfugvöll athugið: Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu. Ákvæði EU reglugerðar nr. 2017/458 verður innleidd við framkvæmd landamæraeftirlits á ytri landamærum á Keflavíkurflugvelli frá og með 7. október 2017. Megin breytingin kveður á u...
Nýtt sjónflugskort fyrir Ísland komið út
02 okt. 2017
Nýtt sjónflugskort fyrir Ísland var gefið út af Isavia í ágúst sl. og er í mælikvarðanum 1:500.000. Prentuð kort eru fáanleg hjá Isavia og er sjónflugskortið einnig aðgengilegt á netinu.
Umfangsmiklum malbiksframkvæmdum lokið
29 sep. 2017
Malbikun flugbrautanna á Keflavíkurflugvelli er nú lokið og klippt var á borða við opnun austur-vestur brautarinnar á dögunum. Framkvæmdir hófust sumarið 2016 og en heildarverkið er að malbika báðar flugbrautirnar, skipta út öllum raflögnum og flugbrautarljósum út fyrir orkusparandi díóðuljós.
Vegna greinar sem birtist í Morgunblaðinu í dag
28 sep. 2017
Í grein Morgunblaðsins í dag er vitnað í bréf sem Kaffitár sendi eftirlits- og stjórnskipunarnefnd Alþingis. Málið varðar forval vegna veitinga- og verslunarrýmis í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Isavia hefur ekki fengið afrit af bréfinu sem fjallað er um en í greininni eru margar rangfærslur frá full...
Epal og Ísey skyr í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
19 sep. 2017
Íslensk hönnun og íslenskt skyr verða í fyrirrúmi á biðsvæði fyrir skiptifarþega á leið milli Evrópu og Norður-Ameríku í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli í vetur. Isavia auglýsti eftir aðilum til að reka veitingasölu eða sérverslun frá byrjun desember til loka maí og voru Epal og Ís...
Stærsta sumar frá upphafi á Keflavíkurflugvelli
11 sep. 2017
Farþegar á Keflavíkurflugvelli á tímabilinu janúar til ágúst voru 5.954.761 og er það 32,4% aukning frá sama tímabili í fyrra. Fjöldinn er í takt við farþegaspá Isavia sem gefin var út í lok árs 2016, en þá var því spáð að 5.921.693 farþegar færu um völlinn á fyrstu 8 mánuðum ársins, sem er einungi...

« Prev 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 Next »

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Isavia gullmerki PWC Tern Systems Fríhöfnin