Fréttir

Fyrsta flug Icelandair til Chicago
17 mar. 2016
Í gær, 16. mars, hófst reglulegt áætlunarflug Icelandair til Chicago. Flogið er til og frá borginni allt árið um kring. Chicago er fimmtándi áfangastaðurinn í Norður-Ameríku sem Icelandair býður upp á í leiðakerfi sínu og sá sextándi, Montreal í Kanada, bætist við í maí.
Isavia hlaut alþjóðleg verðlaun á sviði flugleiðsögu
08 mar. 2016
Í gærkvöld tók Isavia við IHS Jane‘s verðlaununum í flokki þjónustu. Isavia var tilnefnt til verðlaunanna fyrir tvö verkefni en hlaut þau fyrir innleiðingu á ADS-B tækni við flugleiðsöguþjónustu. Verðlaunin voru veitt á World ATM flugleiðsöguráðstefnunni sem nú stendur yfir í Madríd.
Farþegar ánægðir með Keflavíkurflugvöll
07 mar. 2016
Keflavíkurflugvöllur er í hópi bestu flugvalla Evrópu árið 2015 samkvæmt þjónustukönnun sem gerð er á vegum alþjóðasamtaka flugvalla, ACI. Könnunin er viðamikil og gerð á öllum helstu flugvöllum heims. Fimm flugvellir voru jafnir að stigum í þriðja sætinu en ásamt Keflavíkurflugvelli voru Kaupmanna...
Creative Take Off: Íslensk hönnunarverslun á Keflavíkurflugvelli í mars
03 mar. 2016
Íslensk hönnun verður sett í öndvegi á Keflavíkurflugvelli í tilefni HönnunarMars en Isavia í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands býður íslenskum hönnuðum að selja hönnun sína á besta stað á verslunarsvæðinu 7.-22. mars. Auglýst var eftir umsóknum frá íslenskum hönnuðum og um 100 umsóknir bárust ...
Enn frekari fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll – markviss markaðssetning skilar betri dreifingu farþega
29 feb. 2016
Ekkert lát er á fjölgun farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll og miðað við breytingar á flugáætlunum 2016 hjá þeim flugfélögum sem fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli þá lítur út fyrir að enn fleiri farþegar muni fara um flugvöllinn en farþegaspá Isavia, sem gefin var út í nóvember 2015, gerði r...
Styrkjum úthlutað úr samfélagssjóði Isavia
24 feb. 2016
Níu verkefni fengu styrk úr samfélagssjóði Isavia á dögunum. Verkefnin eru af fjölbreyttum toga en áhersla er lögð á umhverfismál, mannúðarmál, forvarnir, flugtengd málefni, listir, menningu og menntamál.
Isavia sameinað undir einu merki
18 feb. 2016
Starfsemi Isavia hefur verið sameinuð undir einu merki. Undanfarin rúm fimm ár hefur starfsemi Isavia verið rekin undir tveimur vörumerkjum, annars vegar merki Keflavíkurflugvallar og Isavia hins vegar. Nú hefur farið fram ítarleg vinna við stefnumótun og framtíðarsýn fyrirtækisins og hefur félagið...
Samanlagt flug um íslenska flugstjórnarsvæðisins lengra en til sólarinnar
12 feb. 2016
Árið 2015 flugu 145.891 flugvél 209.454.134 kílómetra um íslenska flugstjórnarsvæðið. Vegalengdin er 1,4 AU, en 1 AU, stjarnfræðieining, er fjarlægðin frá jörðinni til sólarinnar. Þessar flugtölur og fleiri er að finna í ítarlegri greiningu Isavia á umferð ársins um flugvelli landsins og íslenska f...
Breytt verðlagning á bílastæðum við Keflavíkurflugvöll
05 feb. 2016
Vegna mikillar fjölgunar farþega um Keflavíkurflugvöll og aukinnar aðsóknar að bílastæðum við flugvöllinn er nauðsynlegt að fara í framkvæmdir við fjölgun þeirra. Gríðarleg aðsókn hefur verið í bæði skammtíma- og langtímastæði og á álagstímum hafa myndast langar biðraðir. Á langtímastæðum er nýting...
Vegna umfjöllunar um flugturnsþjónustu á Akureyrarflugvelli
01 feb. 2016
Vegna bréfs Steindórs Kristins Jónssonar, flugrekstrarstjóra og flugstjóra hjá Norlandair, og Þorkels Ásgeirs Jóhannssonar, þjálfunarstjóra hjá Mýflugi sem fjölmiðlar hafa fjallað um, vill Isavia taka eftirfarandi fram: Isavia vísar öllum ásökunum um að ekki sé gætt að öryggismálum á Akureyrarflugv...

« Prev 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 Next »

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Isavia gullmerki PWC Tern Systems Fríhöfnin