Fréttir

Aukin samkeppni til London
26 okt. 2015
British Airways hóf í gær flug til London á nýjan leik. Flugfélagið flaug á milli London Gatwick og Keflavíkurflugvallar á árunum 2006-2008 en að þessu sinni verður flogið til London Heathrow. Flogið verður þrisvar sinnum í viku, miðvikudaga, föstudaga og sunnudaga, allt árið um kring. Við fyrsta f...
Flugslysaæfing haldin á Hornafjarðarflugvelli
26 okt. 2015
Flugslysaæfing fór fram á Hornafjarðarflugvelli síðastliðinn laugardag, 24. október. Á æfingunni voru æfð viðbrögð við ímynduðu flugslysi flugvélar með 20 manns innanborðs. Fjöldi ráðgjafa auk heimamanna tók þátt í æfingunni sem heppnaðist með ágætum. Að æfingu lokinni eru viðbrögð rýnd og að lokum...
Niðurstaða samkeppni um rekstur fjármálaþjónustu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
23 okt. 2015
Niðurstaða liggur fyrir í samkeppni um rekstur fjármálaþjónustu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Valnefnd fór yfir gögn sem send voru inn og Arion banki hlaut hæstu einkunn í samkeppninni. Næsta stig valferlisins eru samningaviðræður á milli Isavia og Arion banka.
Úthlutun í takt við EES-reglur
22 okt. 2015
Í tilefni af fréttatilkynningu samkeppniseftirlitsins vill Isavia benda á nokkrar staðreyndir. Fjöldi afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli er ákvarðaður út frá afkastagetu flugvallarins. Úthlutunin fer fram eftir samræmdum EES reglum sem innleiddar hafa verið hér á landi í samræmi við skuldbindinga...
Fjórmilljónasti farþegi ársins leystur út með gjöfum
15 okt. 2015
Í dag náði fjöldi farþega um Keflavíkurflugvöll í fyrsta sinn yfir fjögurra milljóna múrinn innan sama árs. Starfsfólk Isavia á Keflavíkurflugvelli kom fjórmilljónasta farþeganum á óvart og tók á móti honum með blómvendi og leysti hann út með glæsilegum gjöfum.
Verkföll gætu tafið landamæraafgreiðslu
14 okt. 2015
SFR hefur fyrirhugað verkfall frá og með miðnætti aðfararnótt fimmtudagsins 15. október. Á meðal þeirra sem fara í verkfall eru landamæraverðir á Keflavíkurflugvelli. Lögreglan mun sinna landamæraeftirliti en ljóst er að færri hlið verða opin og því gætu raðir myndast við vegabréfahliðin. Athugið a...
Kynning á nýrri þróunaráætlun fyrir Keflavíkurflugvöll
13 okt. 2015
Keflavíkurflugvöllur mun geta tekið á móti allt að 14 milljónum farþega á hverju ári þegar framkvæmdum við Þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar verður lokið, sé miðað við sömu dreifingu álags og er nú. Dreifist álag með jafnari hætti yfir sólahringinn en nú er getur flugvöllurinn tekið á móti allt að...
Viðhaldsframkvæmdir á innanlandsflugvöllum frá árinu 2008
08 okt. 2015
Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið hefur Isavia tekið saman þær viðhaldsframkvæmdir sem gerðar hafa verið á flugvöllum í innanlandsflugvallakerfi Íslands síðan árið 2008. Auk þess eru í samantektinni upplýsingar um framlag ríkisins til viðhaldsframkvæmda ár hvert.
Beint flug á milli London og Egilsstaðaflugvallar
07 okt. 2015
Í dag var tilkynnt um beint flug á milli London Gatwick og Egilsstaðaflugvallar. Flogið verður tvisvar í viku og er fyrsta flug 28. maí 2016. Ferðaskrifstofan Discover the World skipuleggur flugið. Tilkynnt var um flugið á fundi sem haldinn var á Egilsstaðaflugvelli.
Umhverfismat tillögu að samgönguáætlun til kynningar
07 okt. 2015
Samgönguráð hefur auglýst til kynningar umhverfismat tillögu að samgönguáætlun fyrir tímabilið 2015-2026. Unnt er að gera athugasemdir við umhverfismatið til og með 13. nóvember. Senda skal athugasemdir bréfleiðis merktar umhverfismat til innanríkisráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7 101 Reykjavík eða me...

« Prev 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 Next »

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Isavia gullmerki PWC Tern Systems Fríhöfnin