Fréttir

easyJet bætir við níunda áfangastað sínum frá Keflavíkurflugvelli
08 júl. 2015
Flugfélagið easyJet hefur tilkynnt að í vetur muni það hefja flug milli Keflavíkurflugvallar og London Stansted. Flogið verður tvisvar í viku yfir vetrartímann og bætist þannig við núverandi áfangastaði flugfélagsins frá Íslandi til Bretlands en þeir eru: London Gatwick, London Luton, Bristol, Edin...
Ásgeir Pálsson endurkjörinn formaður skipulagsnefndar ICAO fyrir Norður Atlantshaf
30 jún. 2015
Á fundi ICAO (Alþjóðaflugmálastofnunarinnar) í París í síðustu viku var Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri flugleiðsögusviðs Isavia endurkjörinn formaður NATSPG (North Atlantic Systems Planning Group) til næstu fjögurra ára. Ásgeir hefur verið formaður nefndarinnar lengur en nokkur forvera hans eða f...
Áhrif verkalls félagsmanna í Rafiðnaðarsambandinu á flugsamgöngur
22 jún. 2015
Boðað verkfall félagsmanna í Rafiðnaðarsambandinu hefur væntanlega lítil áhrif á flugsamgöngur, þó með þeim fyrirvara að skerðing getur orðið á þjónustustigi ef til bilunar kemur í búnaði.
Nýtt verslunarsvæði opnað í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
16 jún. 2015
Síðastliðinn föstudag var nýtt verslunar- og veitingasvæði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar opnað formlega eftir gagngerar endurbætur. Svæðið er orðið hið glæsilegasta með fjölbreyttu úrvali þjónustu. Verslanirnar bjóða stóraukið úrval af fatnaði, gjafavöru, íslenskri hönnun og handverki og veitingasvæ...
Isavia hlýtur gullmerki PwC í jafnlaunaúttekt
09 jún. 2015
Isavia hefur hlotið gullmerki jafnlaunaúttektar PwC. Vottunin staðfestir að launajafnrétti er hjá Isavia og munur innan við 3,5% á milli kynja. Niðurstaðan er í takt við jafnréttisáætlun félagsins sem hefur það að markmiði að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsmanna til fulls án þess að kynbundin...
Vegna greinar Aðalheiðar Héðinsdóttur um forval í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
04 jún. 2015
Aðalheiður Héðinsdóttir forstjóri Kaffitárs skrifar grein í Fréttablaðið 4. júní um forval vegna útleigu á verslunar- og veitingarými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Efni greinar Aðalheiðar gefur tilefni til leiðréttinga á helstu rangfærslum um framkvæmd forvalsins.
Isavia óskar eftir tilboðum í leigu á rými undir fjármálaþjónustu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
04 jún. 2015
Isavia hefur auglýst eftir tilboðum í fjármálaþjónustu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Í fjármálaþjónustunni felst meðal annars gjaldeyrisþjónusta, rekstur hraðbanka og endurgreiðsla á virðisaukaskatti. Tilboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu (EES).
Isavia styrkir björgunarsveitir um níu milljónir
01 jún. 2015
Á landsþingi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sem haldið var föstudaginn 29. maí veitti Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia 25 björgunarsveitum um allt land samtals níu milljónir króna í styrki úr styrktarsjóði Isavia. Sjóðurinn hefur verið starfræktur frá árinu 2012 og hefur í fjögur skipti úthlu...
Skrifað hefur verið undir kjarasamninga – verkföllum aflýst
31 maí 2015
Öll aðildarfélög Starfsgreinasambandsins, VR og Landssambands íslenskra verslunarmanna hafa undirritað kjarasamning við Samtök atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara. Ekki verður því af verkföllum sem fyrirhuguð höfðu verið.
Vegna úrskurðar úrskurðarnefndar upplýsingamála
28 maí 2015
Úrskurðarnefnd upplýsingamála hefur í tveimur úrskurðum sínum gert Isavia að afhenda fyrirtækjum sem tóku þátt í forvali um leigu á verslunar- og veitingasvæði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar viðkvæm gögn sem innihalda viðskipta- og fjárhagsupplýsingar um aðra þátttakendur.

« Prev 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 Next »

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Isavia gullmerki PWC Tern Systems Fríhöfnin