Fréttir

Skrifað hefur verið undir kjarasamninga – verkföllum aflýst
31 maí 2015
Öll aðildarfélög Starfsgreinasambandsins, VR og Landssambands íslenskra verslunarmanna hafa undirritað kjarasamning við Samtök atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara. Ekki verður því af verkföllum sem fyrirhuguð höfðu verið.
Vegna úrskurðar úrskurðarnefndar upplýsingamála
28 maí 2015
Úrskurðarnefnd upplýsingamála hefur í tveimur úrskurðum sínum gert Isavia að afhenda fyrirtækjum sem tóku þátt í forvali um leigu á verslunar- og veitingasvæði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar viðkvæm gögn sem innihalda viðskipta- og fjárhagsupplýsingar um aðra þátttakendur.
Isavia tekur við flugumferðarstjórn í Syðri-Straumfirði
28 maí 2015
Isavia hefur tekið við flugumferðarstjórn á flugvellinum Kangerlussuaq (Syðri-Straumfirði), vestan megin á Grænlandi (67. gráðu norður). Mittarfeqarfiit, sem rekur flugvellina á Grænlandi óskaði eftir því við Isavia að fyrirtækið tæki við stjórn flugumferðar á flugvellinum. Kangerlussuaq er eini fl...
Sjónflugskort aðgengilegt á vefnum
28 maí 2015
Sjónflugskort Isavia er nú orðið aðgengilegt rafrænt á vef Isavia. Með þessu er farið að óskum flugmanna um aukna rafræna þjónustu.
Verkföllum hefur verið frestað um fimm sólarhringa – nýjar dagsetningar
25 maí 2015
Samið hefur verið um að fresta verkföllum sem fyrirhuguð eru um fimm sólarhringa. Ef af fyrirhuguðum verkföllum verður gætu þau haft áhrif á flugsamgöngur. Að neðan er nánari útlistun á tímasetningum og mögulegum áhrifum. Tekið skal fram að engar breytingar hafa verið gerðar á áætlunum flugfélaga o...
Isavia tekur við umsóknum í grunnnám í flugumferðarstjórn í ágúst
22 maí 2015
Isavia, Flugskóli Íslands og Flugskóli Keilis hafa gert samkomulag um að grunnámskeið fyrir nám í flugumferðarstjórn verði framvegis haldin á vegum Isavia en flugskólarnir hafa haldið slík námskeið undanfarin sex ár. Tekið verður við umsóknum í grunnnámið í ágúst 2015 og námið hefst í janúar 2016.
Tímasetningar og áhrif mögulegra verkfalla á flugsamgöngur
21 maí 2015
Ef af fyrirhuguðum verkföllum verður gætu þau haft áhrif á flugsamgöngur. Að neðan er nánari útlistun á tímasetningum og mögulegum áhrifum. Tekið skal fram að engar breytingar hafa verið gerðar á áætlunum flugfélaga og flugfélög láta farþega sína vita ef röskun verður á flugi.
Icelandair hefur áætlunarflug til Portland
20 maí 2015
Icelandair hóf í dag áætlunarflug til Portland í Oregonfylgi í Bandaríkjunum og er um að ræða 14. áfangastað félagsins í Norður-Ameríku og þriðja borgin sem Icelandair flýgur til á svokölluðu Pacific Northwest svæði eða Kyrrahafs-norðvestrið.
ACI Race ráðstefnan haldin á Íslandi
19 maí 2015
Isavia er gestgjafi á ráðstefnu tileinkaðri minni flugvöllum í Evrópu sem haldin er af Alþjóðasamtökum flugvalla, ACI. Ráðstefnan er nú haldin í áttunda skiptið og ber nafnið ACI Regional Airports‘ Conference and Exhibition eða ACI RACE. Markmið hennar er að flugvallarrekendur geti skipst á þekking...
Isavia hélt umfangsmikla almannavarnaæfingu á Egilsstaðaflugvelli í dag
09 maí 2015
Um 200 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var á Egilsstaðaflugvelli í dag. Á æfingunni voru æfð viðbrögð við flugslysi innan flugvallargirðingar. Þátttakendur voru frá Isavia og öllum viðbragðsaðilum á svæðinu í kringum Egilsstaði.

« Prev 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 Next »

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Isavia gullmerki PWC Tern Systems Fríhöfnin