Fréttir

Viðbúnaður hjá Flugstjórnarmiðstöðinni vegna sólmyrkvans í fyrramálið
19 mar. 2015
Á morgun, föstudaginn 20. mars um kl. 09:37 verður sólmyrkvi sem sést vel frá Íslandi. Flugstjórnarmiðstöðin í Reykjavík verður með viðbúnað vegna sólmyrkvans í þeim tilgangi að allir viðskiptavinir flugstjórnarmiðstöðvar sem vilja geti orðið vitni að þessu einstaka og sjaldgæfa sjónarspili.
Joe and the Juice, Penninn og Elko opna á fríhafnarsvæðinu
19 mar. 2015
Joe and the Juice, sem áður hafði opnað stað sinn í innritunarsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, opnaði annan stað á verslunarsvæðinu síðastliðna helgina. Þá opnuðu Penninn og Elko á nýjum stað.
Fyrsta áfanga við endurnýjun á fríhafnarsvæði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar lokið
09 mar. 2015
Fyrsta áfanga við endurnýjun á verslunar- og veitingasvæði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er lokið með opnun tveggja nýrra veitingastaða og einnar verslunar. Framkvæmdir á svæðinu munu halda áfram og verða lokið í áföngum fram í miðjan maí n.k.
Látlaus umferðaraukning á Keflavíkurflugvelli
01 mar. 2015
Ekkert lát verður á farþegaaukningu á Keflavíkurflugvelli í sumar. Alls munu 19 flugfélög halda uppi ferðum þaðan til 73 áfangastaða um háannatímann. Sætaframboð í sumaráætlun eykst um 13% frá fyrra ári en áætlað er að heildarfjöldi farþega á árinu verði 4,5 milljónir sem er 16% aukning frá því í ...
Breytt gjaldskrá bílastæða á Keflavíkurflugvelli
27 feb. 2015
Ný gjaldskrá fyrir bílastæði við Flugstöð Leifs Eiríkssonar tekur gildi 1. apríl nk. en gjaldskráin hefur verið óbreytt í fjögur ár.
Niðurstaða hönnunarsamkeppni um þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar
26 feb. 2015
Hönnunarstofan Nordic - Office of Architecture í Noregi varð hlutskörpust í hönnunarsamkeppni um gerð uppbyggingar- og þróunaráætlunar (Masterplan) Keflavíkurflugvallar til næstu 25 ára.
Keflavíkurflugvöllur valinn besti flugvöllur í Evrópu 2014
16 feb. 2015
Keflavíkurflugvöllur var valinn besti flugvöllur í Evrópu á síðastliðnu ári í viðamikilli þjónustukönnun meðal farþega sem framkvæmd er á öllum helstu flugvöllum um allan heim.
4.644 ferðir umhverfis jörðina
13 feb. 2015
Árið 2014 flugu yfir 130 þúsund flugvélar 186 milljónir kílómetra um íslenska flugstjórnarsvæðið. Þetta jafnast á við 4644 ferðir umhverfis jörðina. Þessar flugtölur og fleiri til er að finna í ítarlegri greiningu Isavia á umferð ársins um flugvelli landsins og íslenska flugstjórnarsvæðið.
Isavia á framadögum háskólanna
12 feb. 2015
Isavia og dótturfyrirtækið Tern voru með bása á Framadögum sem fram fóru í gær í Háskólanum í Reykjavík. Básarnir voru staðsettir hlið við hlið á annarri hæð í HR og var mikil umferð áhugasamra nemenda á básinn. Tern og Isavia eru bæði að leita að sumarstarfsmönnum í verkefni tengd forritun og í þ...
Icelandair hefur flug til Birmingham
09 feb. 2015
Icelandair hóf á fimmtudaginn sl. reglulegt áætlunarflug til Birmingham í Englandi. Birmingham er fimmti áfangastaður Icelandair í Bretlandi og bætist í hóp London Heathrow, London Gatwick, Manchester og Glasgow.

« Prev 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 Next »

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Isavia gullmerki PWC Tern Systems Fríhöfnin