Fréttir

Breytingar á verslunar- og veitingarými á Keflavíkurflugvelli
27 sep. 2014
Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um forval vegna útleigu á verslunar- og veitingarrými í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli vill Isavia koma eftirfarandi á framfæri:
Farþegafjöldi yfir 3 milljónir á Keflavíkurflugvelli
26 sep. 2014
Í dag fór 3 milljónasti farþeginn á árinu 2014 um Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Af þessu tilefni afhentu starfsmenn flugstöðvarinnar honum blóm og gjafir, en um var að ræða farþega sem var að koma með Norwegian frá Bergen í dag.
Icelandair hefur flug til Portland í Oregon í maí
11 sep. 2014
Icelandair mun bæta Portland í Oregon við sumaráætlun sína 20. maí á næsta ári og verður þá með beint flug til 39 áfangastaða.
Afkoma Isavia á fyrri árshelmingi 2014
10 sep. 2014
Heildarafkoma Isavia á fyrri helmingi ársins 2014 nam 836 milljónum. Auknar tekjur Keflavíkurflugvallar styðja við miklar fjárfestingar sem framundan eru. Isavia er óheimilt að nýta tekjur af millilandaflugi til uppbyggingar innanlandsflugs
Ein stærsta flugvél sem lent hefur í Reykjavík
10 sep. 2014
Flugvél bandaríska flughersins, af gerðinni Boeing C17 Globemaster, lenti á Reykjavíkurflugvelli í fyrrakvöld, en vélin er sú stærsta sem lent hefur á vellinum að undanskildum tveimur svipuðum vélum sem lentu á vellinum á sjötta áratugnum.
Öllum takmörkunum á flugi í kringum eldstöðina aflétt
31 ágú. 2014
Hættusvæði vegna blindflugs umhverfis Holuhraun hefur verið aflétt. Engar takmarkanir gilda lengur um flug vegna eldgossins. Viðbúnaðarstig vegna flugs hefur verið fært niður á appelsínugult.
Gos í Holuhrauni hefur ekki áhrif á flugumferð
31 ágú. 2014
Gos í eldstöðinni í Holuhrauni norðan Vatnajökuls sem hófst á ný í morgun hefur ekki áhrif á flugumferð. Flugstjórnarmiðstöðin í Reykjavík hefur skilgreint hættusvæði vegna blindflugs umhverfis eldstöðina í samræmi við upplýsingar frá Veðurstofu íslands. Svæðið nær norður undir Mývatn og einungis u...
Öllum takmörkunum á flugi yfir gosstöðina aflétt
29 ágú. 2014
Lítið haftasvæði flugs umhverfis eldstöðina norðan Vatnajökuls sem skilgreint var að ósk Samgöngustofu í nótt hefur verið fellt niður líkt og hættusvæði vegna blindflugs. Engar takmarkanir gilda lengur um flug vegna eldgossins.
Eldgos hefur ekki lengur áhrif á flugumferð
29 ágú. 2014
Veðurstofa Íslands hefur lækkað viðbúnaðarstig vegna flugumferðar vegna eldgoss frá rauðu og niður á appelsínugult stig. Eldgosið hefur ekki lengur áhrif á flugumferð og skilgreindu svæði sem takmarkar flugumferð hefur því verið aflýst.
Uppfært vegna eldgoss í Holuhrauni
29 ágú. 2014
Samgöngustofa hefur minnkað haftasvæðið úr 10 sjómílum umhverfis eldstöðina í 3 sjómílur, það nær enn upp í 5.000 fet yfir jörðu. Innan haftasvæðis er öll flugumferð bönnuð utan vísindaflugs Landhelgisgæslunnar.

« Prev 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 Next »

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Isavia gullmerki PWC Tern Systems Fríhöfnin