Fréttir

Vinningsnúmerin í happdrættinu á flugdeginum
29 maí 2014
Flugdagur var haldinn á Reykjavíkurflugvelli í dag, 29. maí. Fjölmargir gestir litu við og nutu sýningar flugvéla af öllum stærðum og gerðum. Á meðal atriða voru fallhlífarstökk, listflug, hjáflug Hercules vélar, Boeing 757 Icelandair, svifflug, hraðflug, stuttbrautarflug og margt fleira.
Flugdagurinn á Reykjavíkurflugvelli
28 maí 2014
Flugdagur Flugmálafélags Íslands í samstarfi við Isavia og Icelandair verður haldinn á Reykjavíkurflugvelli 24. maí næstkomandi við Hótel Natura (Loftleiðir). Á flugdeginum verða ýmsar gerðir flugvéla til sýnis, sýningarflug fer fram, listflug, fisflug og fallhlífarstökk.
Fyrsta flug Icelandair til Genfar
24 maí 2014
Áætlunarflug Icelandair til Genfar í Sviss hófst í morgun, 24. maí. Flogið verður til og frá borginni tvisvar í viku til 23.september.
Greenland Express flýgur frá Akureyri til Danmerkur - Flybe flýgur allt árið
21 maí 2014
Greenland Express áformar að fljúga beint frá Akureyri til Danmerkur í sumar og Flybe mun fljúga milli Íslands og Bretlands allt árið um kring.
Fyrsta flug Icelandair til Vancouver
14 maí 2014
Icelandair hóf í gær áætlunarflug til Vancouver á vesturströnd Kanada. Flogið verður tvisvar í viku til borgarinnar á þriðjudögum og sunnudögum fram til 12. október.
Mikil fjölgun farþega á Keflavíkurflugvelli í vetur
09 maí 2014
Um 24% farþegaaukning varð á Keflavíkurflugvelli fyrstu fjóra mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Þessi aukning er í samræmi við þau markmið sem sett hafa verið af ferðaþjónustuaðilum um aukna ferðamennsku utan sumaráætlunar og lengingu ferðatíma vor og haust.
Upplýsingar vegna verkfallsaðgerða flugmanna hjá Icelandair
08 maí 2014
Flugmenn hjá Icelandair hafa boðað til verkfallsaðgerða á morgun, 9. maí, sem stendur frá kl. 06:00 til kl 18:00.
Páskatilboð KEF Parking fyrir morgunhana – 50% afsláttur fyrir klukkan fimm
10 apr. 2014
Bílastæðaþjónustan KEF Parking á Keflavíkurflugvelli býður flugfarþegum sem mæta fyrir klukkan 5:00 að morgni 50% afslátt af verði langtímabílastæða yfir páskana.
Aðalfundur Isavia haldinn í dag 3. apríl
03 apr. 2014
Aðalfundur Isavia var haldinn í dag, fimmtudaginn 3. apríl, en félagið annast rekstur og uppbyggingu allra flugvalla og flugleiðsöguþjónustu í landinu og er leiðandi fyrirtæki í ferðaþjónustu.
Jómfrúarflug til Basel
03 apr. 2014
EasyJet hóf í gær beint áætlunarflug milli Íslands og borgarinnar Basel í Sviss. Flogið verður til Basel tvisvar sinnum í viku, á miðvikudögum og laugardögum, fram í lok september en til skoðunar er að flugleiðin verði starfrækt allt árið um kring.

« Prev 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 Next »

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Isavia gullmerki PWC Tern Systems Fríhöfnin