Fréttir

Góður árangur Isavia í WOW Cyclothon
27 jún. 2014
Isavia sveitin kom í mark í gærkvöld í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni sem fór fram í vikunni. Ferðin gekk afar vel, sveitin var á undan áætlun í mark á u.þ.b. 46 klst en upphafleg áætlun var 52 klst. Í WOW Cyclothon er hjólað hringinn í kringum landið og keppti Isavia í 10 manna flokki.
Isavia tekur þátt WOW Cyclothon
25 jún. 2014
Isavia tekur þátt í WOW cyclothon hjólreiðakeppninni þetta árið þar sem hjólað er hringinn í kringum Ísland dagana 24. – 27. júní.
Fyrsta skóflustunga tekin að stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar
20 jún. 2014
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra tók í gær fyrstu skóflustungu að stækkun suðurbyggingar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli að viðstöddum fjölda starfsmanna flugstöðvarinnar, auk fulltrúa verktaka og annarra boðsgesta.
Fögnuðu frábærum árangri Keflavíkurflugvallar
11 jún. 2014
Starfsmenn í flugstöð Leifs Eiríkssonar fögnuðu í dag útnefningu Keflavíkurflugvallar í röð bestu flugvalla heims.
Isavia veitir 24 björgunarsveitum samtals átta milljónir í styrki
04 jún. 2014
Á stjórnarfundi Slysavarnafélagsins Landsbjargar í gær, veitti Isavia 24 björgunarsveitum um land allt samtals 8 milljónir króna í styrki til kaupa á búnaði sem eflir sveitirnar í viðbúnaði við hópslysum, slysum utan alfaraleiðar og á fjölförnum ferðamannastöðum.
KEF Parking með tilboð fyrir morgunhana - 50% afsláttur fyrir klukkan fimm
02 jún. 2014
Bílastæðaþjónustan KEF Parking á Keflavíkurflugvelli býður flugfarþegum sem mæta fyrir klukkan 5:00 að morgni 50% afslátt af verði langtímabílastæða á tímabilinu 1.-15. júní.
Vinningsnúmerin í happdrættinu á flugdeginum
29 maí 2014
Flugdagur var haldinn á Reykjavíkurflugvelli í dag, 29. maí. Fjölmargir gestir litu við og nutu sýningar flugvéla af öllum stærðum og gerðum. Á meðal atriða voru fallhlífarstökk, listflug, hjáflug Hercules vélar, Boeing 757 Icelandair, svifflug, hraðflug, stuttbrautarflug og margt fleira.
Flugdagurinn á Reykjavíkurflugvelli
28 maí 2014
Flugdagur Flugmálafélags Íslands í samstarfi við Isavia og Icelandair verður haldinn á Reykjavíkurflugvelli 24. maí næstkomandi við Hótel Natura (Loftleiðir). Á flugdeginum verða ýmsar gerðir flugvéla til sýnis, sýningarflug fer fram, listflug, fisflug og fallhlífarstökk.
Fyrsta flug Icelandair til Genfar
24 maí 2014
Áætlunarflug Icelandair til Genfar í Sviss hófst í morgun, 24. maí. Flogið verður til og frá borginni tvisvar í viku til 23.september.
Greenland Express flýgur frá Akureyri til Danmerkur - Flybe flýgur allt árið
21 maí 2014
Greenland Express áformar að fljúga beint frá Akureyri til Danmerkur í sumar og Flybe mun fljúga milli Íslands og Bretlands allt árið um kring.

« Prev 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 Next »

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Isavia gullmerki PWC Tern Systems Fríhöfnin