Fréttir

Fyrsta flug Icelandair til Vancouver
14 maí 2014
Icelandair hóf í gær áætlunarflug til Vancouver á vesturströnd Kanada. Flogið verður tvisvar í viku til borgarinnar á þriðjudögum og sunnudögum fram til 12. október.
Mikil fjölgun farþega á Keflavíkurflugvelli í vetur
09 maí 2014
Um 24% farþegaaukning varð á Keflavíkurflugvelli fyrstu fjóra mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Þessi aukning er í samræmi við þau markmið sem sett hafa verið af ferðaþjónustuaðilum um aukna ferðamennsku utan sumaráætlunar og lengingu ferðatíma vor og haust.
Upplýsingar vegna verkfallsaðgerða flugmanna hjá Icelandair
08 maí 2014
Flugmenn hjá Icelandair hafa boðað til verkfallsaðgerða á morgun, 9. maí, sem stendur frá kl. 06:00 til kl 18:00.
Páskatilboð KEF Parking fyrir morgunhana – 50% afsláttur fyrir klukkan fimm
10 apr. 2014
Bílastæðaþjónustan KEF Parking á Keflavíkurflugvelli býður flugfarþegum sem mæta fyrir klukkan 5:00 að morgni 50% afslátt af verði langtímabílastæða yfir páskana.
Aðalfundur Isavia haldinn í dag 3. apríl
03 apr. 2014
Aðalfundur Isavia var haldinn í dag, fimmtudaginn 3. apríl, en félagið annast rekstur og uppbyggingu allra flugvalla og flugleiðsöguþjónustu í landinu og er leiðandi fyrirtæki í ferðaþjónustu.
Jómfrúarflug til Basel
03 apr. 2014
EasyJet hóf í gær beint áætlunarflug milli Íslands og borgarinnar Basel í Sviss. Flogið verður til Basel tvisvar sinnum í viku, á miðvikudögum og laugardögum, fram í lok september en til skoðunar er að flugleiðin verði starfrækt allt árið um kring.
Vegna kjaraviðræðna Isavia við FFR, SFR og LSS
02 apr. 2014
Isavia vill koma eftirfarandi á framfæri vegna kjaraviðræðna Isavia við FFR, SFR og LSS.
Norwegian flýgur milli Keflavíkur og Bergen
31 mar. 2014
Norska flugfélagið Norwegian Air Shuttle hóf í dag flug milli Keflavíkur og Bergen í Noregi. Félagið hyggst fljúga á þessari leið tvisvar í viku á mánudögum og föstudögum nema í júlí og fram í miðjan ágúst þegar flogið verður á miðvikudögum og föstudögum.
Keflavíkurflugvöllur útnefndur meðal bestu flugvalla í heimi
25 mar. 2014
Alþjóðasamtök flugvalla – Airports Council International (ACI) hafa valið Keflavíkurflugvöll á heiðurslista yfir bestu flugvelli í heimi – ACI Director General’s Roll of Excellence.
Samið við Securitas um þjónustu við fatlaða og hreyfihamlaða farþega
21 mar. 2014
Isavia hefur samið við Securitas um þjónustu við fatlaða og hreyfihamlaða flugfarþega sem þurfa á sérstakri aðstoð að halda til þess að komast leiðar sinnar um Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

« Prev 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 Next »

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Isavia gullmerki PWC Tern Systems Fríhöfnin