Fréttir

Icelandair flýgur til Newark-flugvallar
28 okt. 2013
Icelandair hefur hafið reglulegt áætlunarflug til Newark flugvallar í New York. Flogið verður fjórum sinnum í viku, á mánudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum.
Flugverndarnámskeið miðvikudaginn 30. október kl. 9.00
23 okt. 2013
Flugverndarnámskeið miðvikudaginn 30. október kl. 9.00
Björgunarsveitin Elliði fær Argo fjölfar
14 okt. 2013
Á laugardaginn afhenti Isavia björgunarsveitinni Elliða á Snæfellsnesi Argo fjölfar sem notað hefur verið á Akureyrarflugvelli í sex ár og Isavia hyggst nú endurnýja. Tækið sem um ræðir er einstakt farartæki sem kemst auðveldlega um torfarin svæði, meðal annars leirur, votlendi og mýrlendi auk þess...
easyJet flýgur á milli Íslands og Sviss
10 okt. 2013
easyJet hyggst hefja beint áætlunarflug frá Íslandi til borgarinnar Basel í Sviss í apríl á næsta ári. Fyrsta flugið til Basel verður 2. apríl og flogið verður tvisvar sinnum í viku, á miðvikudögum og laugardögum, fram í lok september.
Isavia Egilsstaðaflugvelli gefur Flugsafninu 40 ára gamalt slökkvitæki
10 okt. 2013
Isavia Egilsstaðaflugvelli hefur afhent Flugsafni Íslands á Akureyrarflugvelli duftslökkvitæki sem er að minnsta kosti 40 ára og var notað á flugvellinum á Borgarfirði eystri. Tækið er fyrir 250 kg af dufti og voru svona tæki ómissandi á flugvöllum landsins hér áður fyrr.
easyJet kynnir fyrsta beina flugið á milli Keflavíkur og Bristol
30 sep. 2013
EasyJet hyggst hefja beint áætlunarflug frá Íslandi til borgarinnar Bristol í Englandi. Þetta verður fjórða flugleið easyJet frá Íslandi, en félagið flýgur þegar í beinu flugi frá Keflavík til Lundúna, Manchester og Edinborgar.
Flugslysaæfing á Ísafirði
30 sep. 2013
Flugslysaæfing var haldin á Ísafjarðarflugvelli laugardaginn 28. september þar sem æfð voru viðbrögð samkvæmt flugslysaáætlun flugvallarins.
Flugverndarnámskeið fimmtudaginn 26. september kl. 9.00
19 sep. 2013
Flugverndarnámskeið fimmtudaginn 26. september kl. 9.00
Góð afkoma á fyrri helmingi ársins
17 sep. 2013
Afkoma Isavia á fyrri helmingi ársins 2013 var góð og umfram áætlanir félagsins. Rekstrartekjur samstæðunnar Isavia og dótturfélaganna Fríhafnarinnar og Tern Systems námu 8.920 milljónum króna, sem er 8% hækkun frá sama tímabili árið 2012. Stærstan hluta tekjuaukningarinnar má rekja til fjölguna...
Opinn flugvöllur á Egilsstöðum 21. september
17 sep. 2013
Laugardaginn 21. september á milli kl. 13 og 17 verður Isavia með opið hús á Egilsstaðaflugvelli í tilefni af 20 ára afmæli flugbrautarinnar. Komdu í kaffi og kynntu þér starfsemina á Egilsstaðaflugvelli!

« Prev 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 Next »

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Isavia gullmerki PWC Tern Systems Fríhöfnin