Fréttir

easyJet flýgur á milli Íslands og Sviss
10 okt. 2013
easyJet hyggst hefja beint áætlunarflug frá Íslandi til borgarinnar Basel í Sviss í apríl á næsta ári. Fyrsta flugið til Basel verður 2. apríl og flogið verður tvisvar sinnum í viku, á miðvikudögum og laugardögum, fram í lok september.
Isavia Egilsstaðaflugvelli gefur Flugsafninu 40 ára gamalt slökkvitæki
10 okt. 2013
Isavia Egilsstaðaflugvelli hefur afhent Flugsafni Íslands á Akureyrarflugvelli duftslökkvitæki sem er að minnsta kosti 40 ára og var notað á flugvellinum á Borgarfirði eystri. Tækið er fyrir 250 kg af dufti og voru svona tæki ómissandi á flugvöllum landsins hér áður fyrr.
easyJet kynnir fyrsta beina flugið á milli Keflavíkur og Bristol
30 sep. 2013
EasyJet hyggst hefja beint áætlunarflug frá Íslandi til borgarinnar Bristol í Englandi. Þetta verður fjórða flugleið easyJet frá Íslandi, en félagið flýgur þegar í beinu flugi frá Keflavík til Lundúna, Manchester og Edinborgar.
Flugslysaæfing á Ísafirði
30 sep. 2013
Flugslysaæfing var haldin á Ísafjarðarflugvelli laugardaginn 28. september þar sem æfð voru viðbrögð samkvæmt flugslysaáætlun flugvallarins.
Flugverndarnámskeið fimmtudaginn 26. september kl. 9.00
19 sep. 2013
Flugverndarnámskeið fimmtudaginn 26. september kl. 9.00
Góð afkoma á fyrri helmingi ársins
17 sep. 2013
Afkoma Isavia á fyrri helmingi ársins 2013 var góð og umfram áætlanir félagsins. Rekstrartekjur samstæðunnar Isavia og dótturfélaganna Fríhafnarinnar og Tern Systems námu 8.920 milljónum króna, sem er 8% hækkun frá sama tímabili árið 2012. Stærstan hluta tekjuaukningarinnar má rekja til fjölguna...
Opinn flugvöllur á Egilsstöðum 21. september
17 sep. 2013
Laugardaginn 21. september á milli kl. 13 og 17 verður Isavia með opið hús á Egilsstaðaflugvelli í tilefni af 20 ára afmæli flugbrautarinnar. Komdu í kaffi og kynntu þér starfsemina á Egilsstaðaflugvelli!
Þrír nýir áfangastaðir hjá Icelandair á næsta ári
13 sep. 2013
Icelandair bætir þremur áfangastöðum við áætlun sína á næsta ári, Edmonton og Vancouver í Kanada og Genf í Sviss. Að auki verður ferðum fjölgað til ýmissa borga í Norður-Ameríku og Evrópu. Umfang flugáætlunar Icelandair mun því samtals aukast um 18% á næsta ári og mun félagið bæta þremur Boeing 757...
Metumferð í íslenska flugstjórnarsvæðinu – flognir km í ágúst jafngilda 48 tunglferðum
04 sep. 2013
Nýtt met var slegið í fjölda flugvéla sem fóru um íslenska flugstjórnarsvæðið í ágústmánuði sl. en alls flugu 13.039 flugvélar samtals 18,6 milljónir kílómetra innan svæðisins. Vegalengdin jafngildir rúmlega 48 ferðum til tunglsins og gera má ráð fyrir að flugvélarnar hafi flutt um fjórar milljóni...
Kynning á skýrslu um framtíð ferðaþjónustunnar
29 ágú. 2013
Ráðgjafafyrirtækið The Boston Consulting Group hefur undanfarna mánuði unnið að rannsóknum á íslenskri ferðaþjónustu og er úttekt fyrirtækisins mikilvægt innlegg í þróun langtímastefnumótunar fyrir íslenska ferðaþjónustu.

« Prev 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 Next »

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Isavia gullmerki PWC Tern Systems Fríhöfnin