Fréttir

Samkomulag um endurbætur aðstöðu á Reykjavíkurflugvelli
19 apr. 2013
Innanríkisráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík skrifuðu í dag undir samkomulag um endurbætur á aðstöðu fyrir farþega og þjónustuaðila á Reykjavíkurflugvelli. Í samkomulaginu felst meðal annars að Isavia taki yfir rekstur og eignarhald á núverandi flugstöð Flugfélags Íslands, að gerð verði viðski...
31% farþegaaukning á Keflavíkurflugvelli í mars
03 apr. 2013
Farþegafjöldi á Keflavíkurflugvelli heldur áfram að aukast og fóru tæplega 31% fleiri farþegar um flugvöllinn í marsmánuði í ár en í fyrra. Farþegar á leið til landsins voru 76.457 og frá landinu 58.878. Það sem af er árinu hefur heildarfarþegafjöldi aukist um 25,7% og er það talsvert umfram það se...
Flugverndarnámskeið miðvikudaginn 3. apríl kl. 10.00
25 mar. 2013
Flugverndarnámskeið verður haldið miðvikudaginn 3. apríl kl. 10.00
Keflavíkurflugvöllur - 70 ára sunnudaginn 24. mars 2012
23 mar. 2013
Sunnudaginn 24. mars eru liðin sjötíu ár frá því að Keflavíkurflugvöllur var formlega opnaður. Flugvöllurinn var gerður af Bandaríkjaher og gegndi mikilvægu hlutverki í síðari heimsstyrjöldinni. Hann varð eign Íslendinga að styrjöldinni lokinni og þjónaði sívaxandi flugumferð á flugleiðinni yfir No...
Fyrsta flug easyJet frá Keflavíkurflugvelli til Edinborgar
22 mar. 2013
Breska flugfélagið easyJet hóf flug milli Keflavíkur og Edinborgar í gær en félagið hyggst fljúga þangað tvisvar sinnum í viku á mánudögum og fimmtudögum. Edinborg er þriðji áfangastaður félagsins frá Íslandi og er easyJet eina flugfélagið sem býður flug héðan til borgarinnar um þessar mundir.
Nothæfi flugvallar á Hólmsheiði óásættanlegt fyrir miðstöð innanlandsflugs
21 mar. 2013
Vegna fullyrðinga um ágæti þess að flugvöllur á Hólmsheiði leysi Reykjavíkurflugvöll af hólmi sem miðstöð innanlandsflugsamgangna landsins hefur Veðurstofan að ósk Isavia reiknað út nothæfi-stuðul fyrir flugvöll á Hólmsheiði. Miðað var við forsendur í skýrslu Hönnunar hf: „Framtíðarflugvallarstæði ...
Styrktarsjóður Isavia: afhending búnaðar á Akureyrarflugvelli
06 mar. 2013
Björgunarsveitin Súlur á Akureyri, Hjálparsveitin Dalbjörg í Eyjafjarðarsveit og Björgunarsveitin Dalvík fengu í gær, þriðjudag formlega afhentan björgunarbúnað sem keyptur var fyrir styrk úr styrktarsjóði Isavia.
Isavia vinnur auglýsingaverðlaun
02 mar. 2013
Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, voru veitt síðastliðið föstudagskvöld með viðhöfn í Hörpu. Þar fengu Isavia og auglýsingastofan Hvíta Húsið verðlaun í flokki markpósts fyrir markpóstinn „Do not open“. Markpóstinum dreifði Isavia á sýningunni ATC Global sem haldin var í mars á síðasta ári....
Frábær árangur í farþegaaukningu á Keflavíkurflugvelli í febrúar
01 mar. 2013
23,5% farþegaaukning varð á Keflavíkurflugvelli í febrúar miðað við sama mánuð i fyrra. Fimm flugfélög halda uppi áætlunarflugi í vetur og vel hefur tekist til við fjölgun ferðamanna utan sumaráætlunar og lengingu ferðatíma vor og haust. Isavia hefur hafið framkvæmdir í flugstöðinni til undirbúning...
Styrktarsjóður Isavia: afhending á Gjögri
01 mar. 2013
Björgunarsveitinni Strandasól í Árneshreppi var boðið til móttöku á Gjögurflugvelli í gær þar sem formleg afhending fór fram á styrknum sem sveitin fékk úr styrktarsjóði Isavia. Strandasól fékk einn hæsta styrkinn úr sjóðnum, 1.400.000 og verður hann notaður til byggingar nýs húsnæðis fyrir sveitin...

« Prev 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 Next »

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Isavia gullmerki PWC Tern Systems Fríhöfnin