Fréttir

Styrktarsjóður Isavia: afhending búnaðar til Björgunarfélags Ísafjarðar
25 feb. 2013
Björgunarfélagi Ísafjarðar hefur formlega verið afhentur sjúkrabúnaður sem keyptur var fyrir 600 þúsund króna styrk frá Isavia. Styrkurinn er hluti af átaki Isavia sem miðar að því að efla hópslysaviðbúnað björgunarsveita, sér í lagi þeirra sem starfa í nágrenni áætlunarflugvalla Isavia.
Námskeið fyrir varðstjóra LHG um samskipti milli flugstjórnarmiðstöðvar og björgunarmiðstöðvar
20 feb. 2013
Starfsmenn stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar - JRCC Ísland (Joint Rescue Coordination Centre) hafa að undanförnu setið námskeið hjá Isavia sem heitir OACC alerting JRCC og fjallar um samskipti flugstjórnarmiðstöðvar í Reykjavík og björgunarmiðstöðvarinnar JRCC Ísland.
Enn bætast flugfélög við í sumaráætlun á Keflavíkurflugvelli
19 feb. 2013
Spænska flugfélagið Vueling Airlines sem nýlega kynnti áform um að fljúga til Íslands frá Barcelona í sumar hefur fengið afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli. Félagið hyggst fljúga til landsins að næturlagi með brottför frá Keflavík kl. 1:25 og 1:40 á þriðjudögum og föstudögum frá 20. júní til 17. ...
Fyrsta flug easyJet til Manchester
14 feb. 2013
Breska flugfélagið easyJet hóf flug milli Keflavíkur og Manchester í morgun en félagið hyggst fljúga þangað tvisvar sinnum í viku á fimmtudögum og sunnudögum. Sjötíu prósent farþega í fyrstu ferðinni til Manchester voru Íslendingar.
Styrktarsjóður Isavia: Afhending búnaðar til þriggja björgunarsveita
12 feb. 2013
Hjálparsveit skáta í Reykjavík, Björgunarsveitin Kjölur, Kjalarnesi og Björgunarsveit Hafnarfjarðar fengu á föstudaginn 8. febrúar formlega afhentan búnað sem keyptur var fyrir framlag úr styrktarsjóði Isavia á síðastliðnu ári. Búnaðurinn er af ýmsum toga og mun nýtast sveitunum vel. Tilgangurinn e...
Farþegaflug á Keflavíkurflugvelli á komandi sumri slær öll fyrri met
07 feb. 2013
Áætlanir flugrekenda á komandi sumri benda til þess að áfram verði veruleg aukning á umsvifum á Keflavíkurflugvelli eins og undanfarin ár. Gert er ráð fyrir um 10% auknum umsvifum miðað við fyrra ár en alls munu 16 flugfélög halda uppi ferðum til landsins í sumar.
Flugverndarnámskeið 13. febrúar
04 feb. 2013
Flugverndarnámskeið miðvikudaginn 13. febrúar kl. 10.00
Fríhöfnin fékk starfsmenntaviðurkenningu SAF
03 feb. 2013
Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli fékk starfsmenntaviðurkenningu Samtaka ferðaþjónustunnar afhenta föstudaginn 1. febrúar á degi menntunar í ferðaþjónustu. Dagur menntunar í ferðaþjónustu var nú haldinn sjötta árið í röð og er viðurkenningin veitt því fyrirtæki sem þykir skara fram úr á sviði fræðslu...
Isavia styrkir rannsóknir á sviði flugsamgangna í HR
21 jan. 2013
Háskólinn í Reykjavík (HR) og Isavia ohf. (Isavia) hafa gert samstarfssamning sem felur í sér stuðning Isavia við rannsóknir við HR á sviði flugsamgangna, einkum flugleiðsögu og flugvallarreksturs. Meginmarkmið samningsins er að byggja upp öfluga þekkingarmiðstöð á sviði flugsamgangna á Íslandi, í ...
Keflavíkurflugvöllur starfsstöð ársins 2012 hjá bandaríska flugfélaginu Delta Air Lines
14 jan. 2013
Keflavíkurflugvöllur er ein 30 starfsstöðva Delta Air Lines sem hlýtur útnefninguna Station of the Year 2012. Starfsstöðvar félagsins eru alls 245 og fékk Keflavíkurflugvöllur hæstu einkunn fyrir öryggi, farþegaþjónustu, rekstur og fjárreiður.

« Prev 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 Next »

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Isavia gullmerki PWC Tern Systems Fríhöfnin