Fréttir

Isavia undirritar samning um geimkögun
18 jan. 2017
Isavia hefur undirritað samning við fyrirtækið Aireon um notkun á geimlægum kögunarbúnaði til þess að stýra flugumferð í íslenska flugstjórnarsvæðinu. Tæknin nefnist á ensku Space Based ADS-B og verður með henni hægt að fá nákvæmari upplýsingar um staðsetningu flugvéla í nyrðri hluta íslenska flugs...
Nýr rekstraraðili mötuneytis á Keflavíkurflugvelli
17 jan. 2017
Isavia hefur gert samning við fyrirtækið ISS um rekstur mötuneytis fyrir starfsfólk á Keflavíkur, en auglýst var eftir áhugasömum rekstraraðilum fyrir áramótin. Nú hefur verið gengið til samninga við ISS um reksturinn og verið er að gera nauðsynlegar breytingar á mötuneytinu svo nýr aðili geti teki...
Keflavíkurflugvöllur - Tækifæri til atvinnuuppbyggingar
16 jan. 2017
Isavia og Kadeco boða til opins fundar um tækifæri til atvinnuuppbyggingar í sjávarútvegi á nærsvæði Keflavíkurflugvallar miðvikudaginn 18.janúar kl.14:00 -16:00 í Hljómahöll Reykjanesbæ. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á svæðinu í tengslum við spár um aukinn fjölda farþega og fleiri tengingar við ...
Ert þú með góða viðskiptahugmynd í ferðaþjónustu?
13 jan. 2017
Með fjölgun ferðamanna þarf að huga að því hvernig við fáum gestina okkar til að njóta fjölbreyttrar ferðaþjónustu um land allt. Margir þættir eru mikilvægir í þessu samhengi og má nefna auknar flugsamgöngur, fjölgun gistirýma, markaðssetningu og þróun ferðamannastaða og uppbyggingu þjónustu við fe...
Isavia undirritar yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu
11 jan. 2017
Isavia er eitt af 200 fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem undirrituðu yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu í Háskólanum í Reykjavík í gær, 10. janúar. Um er að ræða hvatningaverkefni sem stuðla á að umhverfisvernd og samfélagsábyrgð. Þannig hefur atvinnugreinin tekið höndum saman um að sýna samstöðu og...
6,8 milljónir farþega fóru um Keflavíkurflugvöll árið 2016
10 jan. 2017
Árið 2016 fóru 6.821.358 farþegar um Keflavíkurflugvöll, tveimur milljónum fleiri farþegar en árið 2015. Farþegafjöldinn hefur aldrei verið meiri og er um að ræða 40% aukningu á milli ára. Mest er fjölgunin á meðal skiptifarþega og á meðal farþega sem ferðast utan sumartímans. Farþegarnir skiptust ...
Stækkun suðurbyggingar á Keflavíkurflugvelli tilnefnd til arkítektaverðlauna
09 jan. 2017
Stækkun suðurbyggingar á Keflavíkurflugvelli er tilnefnd til arkítektaverðlauna Evrópusambandsins fyrir árið 2017. Tilnefningin er mikill heiður en verðlaunin eru afhent á tveggja ára fresti og eru byggingar víðsvegar í Evrópu tilnefndar.
Húsfyllir á kynningarfundi Startup Tourism á Akureyri
19 des. 2016
Isavia skipulagði fundinn ásamt öðrum bakhjörlum og var mjög ánægjulegt að sjá svo góða mætingu. Á fundinum fluttu erindi Svava Björk Ólafsdóttir, Verkefnastjóri hjá Icelandic Startups, Haraldur Ingi Birgisson frá Deloitte á Íslandi og frumkvöðlarnir Örlygur Hnefill Örlygsson frá Húsavík Guesthous...
Isavia hefur gerst aðili að UN Global Compact
05 des. 2016
Isavia hefur gerst aðili UN Global Compact sem er alþjóðaverkefni á vegum Sameinuðu þjóðanna. Með því gengur fyrirtækið í lið með yfir 9000 fyrirtækjum í 168 löndum sem eru nú þegar aðilar að verkefninu.
Czech Airlines flýgur til Prag næsta sumar
02 des. 2016
Flugfélagið Czech Airlines hefur ákveðið að fljúga á milli Keflavíkurflugvallar og Prag í Tékklandi sumarið 2017. Flogið verður tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum frá 1. júní 2017 til 26. september 2017 á Airbus A319 þotum.

« Prev 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 Next »

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Isavia gullmerki PWC Tern Systems Fríhöfnin