Fréttir

Næsta flugverndarnámskeið verður haldið 18. maí nk.
14 maí 2010
Næsta flugverndarnámskeið vegna aðgangs að Reykjavíkurflugvelli verður haldið 18. maí nk. frá kl. 10:00-11:30. Að þessu sinni verður námskeiðið haldið í flugturninum í Reykjavík, 7. hæð.
Flugslysaæfing verður haldin á Vopnafirði á morgun, laugardaginn 15.maí
14 maí 2010
Flugslysaæfing verður haldin á Vopnafjarðarflugvelli á morgun, laugardaginn 15.maí 2010. Æfingin verður vettvangsæfing þar sem æfður verður ferillinn frá því að flugturn sendir út boð og þar til síðasti "sjúklingurinn" fer af söfnunarsvæði flugvallarins.
Enn röskun vegna ösku frá Eyjafjallajökli
14 maí 2010
Vegna eldgossins í Eyjafjallajökli hefur loftrýminu yfir Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvelli verið lokað. Samkvæmt spám áttu röskun á flugi að verða snemma í morgun en það breyttist og því var ekki hægt að fljúga til og frá flugvöllunum upp úr klukkan eitt í nótt.
Ótrúlegar flugumferðartölur á íslenska flugstjórnarsvæðinu - 1012 flugvélar
12 maí 2010
Fjórða daginn í röð var metumferð í íslenska flugstjórnarsvæðinu, á síðasta sólarhring flugu 1012 flugvélar um svæðið. Sólarhringinn áður voru 984 flugvélar þar áður 906 flugvélar og svo 758. Fyrra umferðarmet var sett 1.júlí 2008 þegar 576 flugvélar flugu inn á íslenska flugstjórnarsvæðið.
Flugumferðin síðasta sólarhring - 906 flugvélar
10 maí 2010
Metumferð var í íslenska flugstjórnarsvæðinu á síðasta sólarhring alls flugu 906 flugvélar um svæðið. Sólarhringinn áður höfðu 758 flugvélar komið inn á svæðið sem var það mesta sem hafði komið inn á íslenska flugstjórnarsvæðið.
Metdagur í flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu
09 maí 2010
Eins og fram kom hér á heimasíðunni í gær þá var flugumferðin á íslenska flugstjórnarsvæðinu óvenulega mikil, í nótt hélt umferðin áfram að vera mikil og má búast vð að svipuðum degi í dag. Alls 758 flugvélar komu inn á svæðið í gær, það er langt yfir þeim tölum sem Isavia (áður Flugstoðir) hafa á...
Sama staða í dag og í gær - loftrými yfir Reykjavíkurflugvelli og Keflavíkurflugvelli lokað
09 maí 2010
Ekki hafa orðið breytingar á öskufalli við stærstu flugvelli landsins, enn er staðan þannig að ekki eru gefnar blindflugsheimildir á Reykjavíkurflugvelli og Keflavíkurflugvelli. Miðað við öskufallsspá mun Akureyrarflugvöllur áfram verða notaður sem millilandaflugvöllur.
Gífurlega mikil flugumferð um íslenska flugstjórnarsvæðið í nótt, dag og næstu nótt
08 maí 2010
Mikill straumur flugvéla hefur verið inn á íslenska flugstjórnarsvæðið í dag og síðustu nótt, búist er við áframhaldandi mikilli umferð í nótt og á morgun. Vegna umferðarinnar sem er í meira lagi óvenuleg vegna umfangs og flækustigs hefur mönnun á flugumferðarstjórum tvöfaldast í dag og voru tuttug...
Loftrýmið yfir Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvelli lokað
08 maí 2010
Eins og staðan er núna þá eru loftrýmið yfir bæði Keflavíkurflugvöllur og Reykjavíkurflugvöllur lokað, miðað við öskufallsspá og veðurspá munu þessir flugvellir vera áfram inn á þessu "svarta" svæðinu þar sem blindflugsheimildir eru ekki gefnar.
Starfsleyfi afhent í gær
04 maí 2010
Í gær fékk hið nýja fyrirtæki Isavia ohf. afhent starfsleyfi til að veita þjónustu á sviði flugleiðsögu. Það var flugmálastjóri Íslands Pétur Maack sem afhenti leyfið.

« Prev 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 Next »

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Isavia gullmerki PWC Tern Systems Fríhöfnin