Hoppa yfir valmynd

Flugáætlun ICAO

Samkvæmt Flugmálahandbók Íslands þurfa flugmenn að gera flugáætlanir á stöðluðu ICAO formi og senda til flugumferðarstjórnar fyrir áætlað flug.

Eyðublað fyrir staðlaða flugáætlun ICAO er hægt að nálgast hér:

Opna flugáætlun ICAO

Mælt er með því að hlaða skjalinu niður og fylla það út, ef ætlunin er að senda inn skriflega flugáætlun í tölvupósti til Isavia. Sé flugáætlun send í tölvupósti er gert ráð fyrir því að sendandi leiti staðfestingar á því að flugáætlunin hafi verið móttekin með símtali eða staðfestingu á tölvupósti.

Flugáætlanir skal senda á netfangið:

Ítarlegri upplýsingar um flugáætlanir má finna í kafla ENR 1.10 í Flugmálahandbók Íslands (AIP).

Rafræn vefgátt verður aðgengileg hér á síðunni frá 23. mars 2023, sjá nánar í upplýsingabréfi.