Hoppa yfir valmynd

Biðstaður (flugbrautarbiðstaður) og Brautarstaða

Þekkir þú muninn?

Flugbrautarbiðstaður (runway-holding position)

Ákveðinn biðstaður ætlaður til að vernda flugbraut og hindranalaus svæði eða viðkvæm svæði (critical / sensitive areas) vegna staðsetningar búnaðar blindlendingakerfis (ILS), þar sem loftför og ökutæki í akstri skulu stöðva og bíða, nema flugturn heimili annað. Í talfjarskiptum er orðtakið "[AKTU TIL] BIÐSTAÐAR ..." (" [TAXI TO] HOLDING POINT ...") notað til að tilgreina flugbrautarbiðstað.

Flugbrautarbiðstaður er auðkenndur með biðlínu, skiltum og ljósum.

  

dæmi um orðtök

AKSTUR - BIÐSTAÐUR

  • AKTU TIL BIÐSTAÐAR [númer] [BRAUT] (númer)

BRAUTARSTAÐA

  • Þegar flugvél fær heimild í Brautarstöðu er það heimild til að aka inn á flugbrautina, stilla sér upp og bíða flugtaksheimildar.
  • Í talfjarskiptum er orðtakið "AKTU Í BRAUTARSTÖÐU" (LINE UP [AND WAIT]) notað til að tilgreina brautarstöðu.


DÆMI UM ORÐTÖK

AKSTUR - BRAUTARSTAÐA

  • AKTU Í BRAUTARSTÖÐU
  • AKTU Í BRAUTARSTÖÐU BRAUT (númer)

höfum í huga

Vakin er athygli á að orðtakið sem tilgreint er í reglugerðinni: "Aktu að biðstað brautar 01" líkist því sem notað er um akstur inn á flugbraut: "... brautarstaða braut 01"

  • Notum orðtökin og gerum háar kröfur til okkar allra (flugmenn, flugumferðarstjórar og ökumenn á flugvöllum)
  • Vöndum málfar og forðumst óþarfa fallbeygingar, styttingar eða að búa til nýja frasa
  • Leggjumst öll á eitt að fækka atvikum og komum í veg fyrir slys!