Hoppa yfir valmynd
23.5.2022
Drónaflug LHG sumarið 2022

Drónaflug LHG sumarið 2022

Landhelgisgæsla Íslands hefur í annað sinn fengið til prófunar mannlaust loftfar (dróna) frá EMSA, Siglingaöryggisstofnun Evrópu.
Prófunin hefst 30. maí og stendur yfir til 14. september og verður flogið til og frá skipum LHG, ýmist Freyja eða Þór, mögulega verður í flogið af Freyju þegar hún liggur í Siglufjarðarhöfn. Alls vinna yfir tuttugu manns við flug drónans og skiptast menn á og eru tveir til þrír flugmenn í hverri áhöfn. Til landsins koma allt að fimm drónar og verða til taks en einungis er einum dróna flogið í einu. Kallmerki drónans er ICG43.


Um borð í drónanum er myndavél sem vísa beint niður og eiga flugmenn drónans erfitt með að fylgjast með annarri umferð. LHG mun nota drónann við leit og björgun sem og eftirlit. Sett hafa verið upp svæði fyrir flug drónans. Dróninn er líkur þyrlu, 3,2 metrar að lengd og vegur 200 kg. Stjórnunartenging flugmanna við drónann er í beinni línu VHF. Dróninn er ekki með radíó. Eigandi drónans er austurríska fyrirtækið Schiebel. Dróninn er af gerðinni Camcopter S-100.

Flugmenn skulu hafa samband við næsta ATS unit fyrir nánari upplýsingar um svæði í notkun.

Frekari upplýsingar: